María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Gínusögur

Norræn útgáfa af Píkusögun eftir Eve Ensler sem María framleiddi og stýrði. Sýningin var leikin á dönsku, íslensku og færeysku á Norrænni leiklistarhátíð í Færeyjum. María lék þarna í fyrsta skipti á Færeysku. Höfundur: Eve Ensler Leikhús: Annað Svið Framleiðandi og leiðangurstjóri: María Ellingsen. Leikarar: María Ellingsen, Charlotta Böving, Kristbjörg Kjeld og Birita Mohr.

Vitleysingarnir

Svört kómedía um númtímasamfélagið; hraða þess og firringu. Ráðherrann, ritstjórinn, verðbréfasalinn og rithöfundurinn eru á meðal “þjóðkunnra” persóna í verkinu. Allt fólk á miðjum aldri og á mikilli hraðferð upp metorðastigann. En ekki er allt sem sýnist því undir sléttu og felldu yfirborðinu kraumar einmanaleikinn. María lék umhverfisráðherrann Áslaugu sem er gift yfirlækninum Jónasi. “Bráðfyndið […]

Salka – ástarsaga

Við fylgjumst með Sölku Völku eina andvökunótt rifja upp líf sitt og reyna að ákveða hvort hún eigi að sleppa takinu af ástinni sinni Arnaldi. María lék Sölku eldri. “Víðáttumikið sviðið er rökkvað. Til hægri stendur stúlka og horfir út um glugga á dálítilli kytru. Það kveður við brottfararflaut frá strandferðarskipi. Í fjarska rísa tignarleg […]

Beðið eftir Beckett

Þrír einleikir eftir Beckett sýndir í Iðnó. Leikhús: Annað Svið / Leikfélag Íslands Leikstjóri: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikarar: María Ellingsen og Róbert Arnfinnson.

Síðasti bærinn í dalnum

Hið sígilda ævintýri um baráttu góðs og ills þar sem menn og tröll takast á og álfarnir koma til hjálpar. María lék tröllskessuna Kettu sem breytir sér í vinnukonu til að tæla bóndann í burtu svo hún geti yfirtekið bæinn hans. “Sýningin er afar vel lukkuð, hugmyndarík, skemmtileg og mjög vel unnin. María Ellingsen leikur […]

Bein útsending

Heimur fjölmiðla og frægðar er hér sett í gagnrýnið skoplegt ljós. María lék lifaða stórstjörnu sem rifjar upp ferilinn í sjónvarpsviðtali. “Leikur Maríu er sterkur og sýnir áhugaverða og spennandi hlið á henni þar sem hún leikur nokkuð upp fyrir sig í aldri. “ – Morgunblaðið. Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson Leikhús: Loftkastalinn Leikstjóri: Þór Tulinius Leikarar: Eggert […]

Svanurinn

Dag einn brotlendir svanur á glugganum hjá hjúkrunarkonunni Dóru. Hún aumkar sig yfir hann og hjúkrar honum í óþökk mjólkurpóstsins unnusta síns. Svanurinn og Dóra verða ástfanginn og fyrst reynir hann að breyta sér í mann en þegar það tekst ekki þá breytist hún í svan og þau fljúga á brott. María lék hina hjartagóðu […]

Largo Desolato

Verkið fjallar um pólitíska rithöfundinn Leopold sem hræðist að verða sendur í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Hann er undir mikilli pressu frá eiginkonu sinni, leynilögreglunni og fleira fólki sem heimsækir hann. “Fáguð og fagmannleg sýning. María sýnir afbragðsleik sem heimspekineminn Margrét og skapar afar trúverðuga persónu sem unnin er af aga og næmri tilfinningu fyrir […]

Konur skelfa

Leikritið gerist á kvennaklósetti á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Kvennaklósettið verður nokkurs konar athvarf fyrir konurnar fimm sem hittast þar þetta kvöld, staðráðnar í að skemmta sér rækilega. Eina karlpersóna verksins, Skúli, villist af og til inn á kvennaklósettið til að leita að vinkonu sinni, sem á það til að drepast áfengisdauða inni á kvennaklósettum […]

Fagra Veröld

Söngleikur um gömlu Reykjavík byggður á ljóðum Tómasar Guðmundssonar í tilefni að 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikarar: Alexander Óðinsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ásta Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Dofri Hermannsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson, Jóhanna Jónas, Jóhanna […]