María Ellingsen

Leit
Close this search box.

DDR / ÞaÐ sem eR

„I bessari einlagu syningu far textinn og einstök tilfinninganamni Mariu
Ellingsen leikkonu ad njóta sin til fulls.“ – Víðsjá / RÚV

ÞaÐ sem eR / DDR frumsýnt

ÞaÐ sem eR / DDR var frumsýnt í dag 20. janúar í Tjarnarbíó. Það sem er (Det Der eR / DDR) er einleikur eftir danska rithöfundinn Peter Asmussen, byggður á samnefndri skáldsögu hans frá árinu 2012. Sagan gerist í Berlín á kaldastríðsárunum, þegar hugmyndafræðilegur ágreiningur austurs og vesturs stóð sem hæst og Berlínarmúrinn klauf borgina […]

Æfingar hafnar á ÞaÐ sem eR

Æfingar er hafnar á ÞAÐ SEM ER eftir Peter Asmussen. Fallegt og ljúfsárt verk um að elska, vona og svíkja. Frumsýning í Tjarnarbíó 20.janúar 2022.

Er ég mamma mín?

„Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í uppsetningu Kvenfélagsins Garps fjallar fjallar um samband mæðgna og þær ólíku samfélagslegu aðstæður sem þær takast á við. Verkið skírskotar með beinum hætti inn í umræðu samtímans um reynsluheim kvenna, kvenfrelsi og kúgun feðraveldisins og tilfinningaleg áföll sem yfirfærast milli kynslóða.“  – RÚV / Karl Ágúst Þorbergsson. „Er ég mamma mín? er […]

Arctic Women – Svalbard Movements

Arctic Women er nýtt verk um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sál manneskjunnar sem María og norska leikkonan Juni Dahr hafa þróað ásamt finnska dansaranum Reijo Kela og leikmyndahöfundinum Snorra Frey Hilmarssyni. Arctic Women – Svalbard Movements er fyrsta útgáfa þess og var frumsýnd í Taubanecentralen, gamalli kolajárnbrautastöð í Longyearbyen haustið 2019.  Svalbard […]

Enginn hittir einhvern

Enginn hittir einhvern, er kraftmikið, innblásið og afgerandi leikrit. Peter Asmussen er listamaður tungumálsins og heldur með okkur í dásamlegt og hættulegt ferðalag um furður lífsins. Asmussen setur fram sextán stuttar senur sem eru allt í senn fyndnar, ljóðrænar og ofbeldisfullar og kannar samband karls og konu. Asmussen notar tungumálið sem eins konar skurðhníf og […]

Ferðalag Fönixins

Hvernig tökumst við á við erfiða lífreynslu sem skekur tilveru okkar og ber með sér myrkur og sársauka? Hvernig sleppum við takinu, leyfum hluta af okkur að deyja, en höldum áfram og endurfæðumst? Þetta er hin eilífa áskorun mannlegrar tilveru. Joseph Cambell einn fremsti goðsagnafræðingur heimsins segir að goðsögur séu líkt og draumar sem mannkynið […]

Heiður

„Gefur þrautin sambandi karls og konu dýpt, er trygglyndi hornsteinn hjónabandsins eða kemur tryggðin í veg fyrir eðlilega þróun?” Þessar vangaveltur og aðrar víðlíka um hjónabandið eru meðal þess sem er til umfjöllunar í leikritinu “Heiður” eftir Joanna Murray-Smith. Þættir á borð við heiður, reisn og háttprýði eru settir á vogarskálarnar og gaumgæfðir á nærgöngulan […]

Mammamamma

Leiksmiðjuverk eftir Maríu Ellingsen, Charlottu Böving og leikhópinn um það að vera mamma og eiga mömmu. Byggt á viðtölum við konur. María var hluti af leikhópnum og fór með mörg ólík hlutverk.

Ólafía

Leikverk um ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur sem bjó í Noregi í 17 ár og vann afrek sín meðal hinna fátækustu; götufólks, vændiskvenna, drykkju og sýfilissjúkra. Að áliti margra trúfræðinga má líkja Ólafíu við Hallgrím Pétursson og sr. Friðrik Friðriksson, af sumum er hún kölluð Móðir Theresa Norðursins, og þeir eru til sem hafa sagt […]