María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Heiður

„Gefur þrautin sambandi karls og konu dýpt, er trygglyndi hornsteinn hjónabandsins eða kemur tryggðin í veg fyrir eðlilega þróun?”

Þessar vangaveltur og aðrar víðlíka um hjónabandið eru meðal þess sem er til umfjöllunar í leikritinu “Heiður” eftir Joanna Murray-Smith. Þættir á borð við heiður, reisn og háttprýði eru settir á vogarskálarnar og gaumgæfðir á nærgöngulan hátt í þessu firnavel skrifaða og krefjandi sálfræðidrama. Hvað liggur til grundvallar því miskunnarleysi ástarinnar þegar karl yfirgefur trygglynda eiginkonu fyrir aðra og yngri konu? Hvers vegna tekur taktur hjartans ætíð af skarið? Umfram kærleikann, tryggðina, fortíðina, réttlætið. María lék blaðakonuna Sonju sem kemur upp á milli virðulegra hjóna.

“María Ellingsen… sýnir okkur sjálfselska og harða konu, sem setur eigin frama ofar öllu, en er þó nógu næmgeðja til að skilja að lokum hvað hún hefur gert… það var fyllilega trúverðugt þegar hún sneri við blaðinu í lokin og það atriði sýningarinnar sem greip mann sterkast. Kannski var það allan tímann bara lítil telpa sem leyndist á bak við skel framapotarans. Af hverju sést María annars ekki oftar á sviðinu? “ – Jón Viðar í DV.

Höfundur: Joanne Murray-Smith.
Leikhús: Þjóðleikhúsið / Atson / Annað Svið.
Leikarar: Arnar Jónson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, María Ellingsen og Sólveig Arnarsdóttir. Leikstjóri: Bjarni Haukur Jónsson.
Leikmynd og búningar: Axel Hrafnkell.
Framleiðendur: María Ellingsen og Bjarni Haukur Þórsson í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Deila