María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Arctic Women – Svalbard Movements

Arctic Women er nýtt verk um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sál manneskjunnar sem María og norska leikkonan Juni Dahr hafa þróað ásamt finnska dansaranum Reijo Kela og leikmyndahöfundinum Snorra Frey Hilmarssyni.

Arctic Women – Svalbard Movements er fyrsta útgáfa þess og var frumsýnd í Taubanecentralen, gamalli kolajárnbrautastöð í Longyearbyen haustið 2019. 

Svalbard Movements  er byggt á dagbókum kvenna sem dvalið hafa á Svalbarða; Leonid D’Aunet frá Frakklandi sem fyrst kvenna heimsótti Svalbarða 1838, Hanne Resvold Holmsen frá Noregi sem var grasafræðingur og gekk þarna um grundir 1907, Christianne Ritter frá Austurríki sem dvaldi veturlangt í veiðikofa með manni sínum 1934 og Ellen Nöis frá Noregi sem fæddi þar barn sitt ein meðan maður hennar var á veiðum. 

Í sýningunni stigu á svið María Ellingsen og Reijo Kela undir frumsaminni tónlist Tore Brundborg sem hann flutti live ásamt Per Oddvar og karlakór kolanámufélagsins Den Store Norske. María lék á norsku. 

Hugmyndavinna: María Ellingsen, Juni Dahr, Reijo Kela og Snorri Freyr Hilmarsson.
Höfundur tónlistar: Tore Brundborg.
Handrit: María Ellingsen og Juni Dahr.
Leikstjóri: Inger Buresund.
Ljósameistari: Kristin Bredal.
Framkvæmdastjóri: Marianne Roland.
Markaðsmál: Ida Willassen.
Búningar: Silje Fjellberg.
Hljóðmaður: Håvard Nyberget Hiller.
Ljósmyndir og video: Marcus Krogtoft.
Leikari: María Ellingsen.
Dansari: Reijo Kela.
Tónlistarflutningur: Tore Brundborg, Per Oddvar og Karlakór Den Store Norske.

Deila