María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Largo Desolato

Verkið fjallar um pólitíska rithöfundinn Leopold sem hræðist að verða sendur í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Hann er undir mikilli pressu frá eiginkonu sinni, leynilögreglunni og fleira fólki sem heimsækir hann.

“Fáguð og fagmannleg sýning. María sýnir afbragðsleik sem heimspekineminn Margrét og skapar afar trúverðuga persónu sem unnin er af aga og næmri tilfinningu fyrir mörkum skops og alvöru.” – Arnór Benónýsson, Alþýðublaðið.

“Fyrir utan Þorstein vekur María Ellingsen sérstaka athygli fyrir ljómandi leik, en hún á með honum eitt fyndnasta atriði verksins.“ – Auður Eydal, DV.

“En ótalin er María Ellingsen í litlu hlutverki Margrétar. Ég sé ekki betur af þessu og öðrum hlutverkum hennar að þarna sé yfirburðaleikona fram komin. Það var aðdáanlegt hvernig tókst að móta hlutverk Margrétar svo að það varð ljóslifandi á sviðinum, eftirminnilegasta atriði sýningar.”  – Gunnar Stefánsson, MBL.

Höfundur: Vaclac Havel
Leikhús: Leikfélag Reykjavíkur
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Leikarar: Þorsteinn Gunnarsson, María Ellingsen, Ellert Ingimundarson, Ari Matthíasson og fleiri

 

Deila