Vitleysingarnir

Svört kómedía um númtímasamfélagið; hraða þess og firringu. Ráðherrann, ritstjórinn, verðbréfasalinn og rithöfundurinn eru á meðal “þjóðkunnra” persóna í verkinu. Allt fólk á miðjum aldri og á mikilli hraðferð upp metorðastigann. En ekki er allt sem sýnist því undir sléttu og felldu yfirborðinu kraumar einmanaleikinn. María lék umhverfisráðherrann Áslaugu sem er gift yfirlækninum Jónasi. “Bráðfyndið […]

McCallens Whiskey

Auglýsing byggð á Þyrnirós, tekin upp í kastala Hinriks 8 á Englandi. Leikstýrt af hinni gömlu kempu Nick Rouge. Riddari í fullum herklæðum kemur að kastala þar sem allir liggja í dvala. Hann fer upp í turnherbergið þar sem hann sviptir af sér grímunni og í ljós kemur að riddarinn er kona sem vekur fallegan […]

Salka – ástarsaga

Við fylgjumst með Sölku Völku eina andvökunótt rifja upp líf sitt og reyna að ákveða hvort hún eigi að sleppa takinu af ástinni sinni Arnaldi. María lék Sölku eldri. “Víðáttumikið sviðið er rökkvað. Til hægri stendur stúlka og horfir út um glugga á dálítilli kytru. Það kveður við brottfararflaut frá strandferðarskipi. Í fjarska rísa tignarleg […]

Dómsdagur

Sjónvarpsmynd Sólborgarmálið fræga,  þar sem Sólborg og bróðir hennar voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. Hinn nýútskrifaði lögfræðingur Einar Benediktsson (skáld) var fenginn til að dæma í málinu og það fór ekki betur en svo að aðalvitnið í málinu deyr í höndunum á honum. Hann varð aldrei samur maður eftir og þjáðist […]

Beðið eftir Beckett

Þrír einleikir eftir Beckett sýndir í Iðnó. Leikhús: Annað Svið / Leikfélag Íslands Leikstjóri: Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikarar: María Ellingsen og Róbert Arnfinnson.

Nissan

Nissan bílaauglýsing skotin á Íslandi.

Síðasti bærinn í dalnum

Hið sígilda ævintýri um baráttu góðs og ills þar sem menn og tröll takast á og álfarnir koma til hjálpar. María lék tröllskessuna Kettu sem breytir sér í vinnukonu til að tæla bóndann í burtu svo hún geti yfirtekið bæinn hans. “Sýningin er afar vel lukkuð, hugmyndarík, skemmtileg og mjög vel unnin. María Ellingsen leikur […]

Stikkfrí

Íslensk gamanmynd um tíu ára gamla stelpu sem rænir hálfsystur sinni til að ná athygli föður síns. María lék móður litla barnsins, fína upptrekkta frú. Leikstjóri: Ari Kristinsson. Leikarar: Bergþóra Aradóttir, Freydís Kristófersdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Íslenska Kvikmyndasamsteypan.

Bein útsending

Heimur fjölmiðla og frægðar er hér sett í gagnrýnið skoplegt ljós. María lék lifaða stórstjörnu sem rifjar upp ferilinn í sjónvarpsviðtali. “Leikur Maríu er sterkur og sýnir áhugaverða og spennandi hlið á henni þar sem hún leikur nokkuð upp fyrir sig í aldri. “ – Morgunblaðið. Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson Leikhús: Loftkastalinn Leikstjóri: Þór Tulinius Leikarar: Eggert […]

Svanurinn

Dag einn brotlendir svanur á glugganum hjá hjúkrunarkonunni Dóru. Hún aumkar sig yfir hann og hjúkrar honum í óþökk mjólkurpóstsins unnusta síns. Svanurinn og Dóra verða ástfanginn og fyrst reynir hann að breyta sér í mann en þegar það tekst ekki þá breytist hún í svan og þau fljúga á brott. María lék hina hjartagóðu […]