María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Örninn

Dönsk lögreglusería þar sem hinn íslenski Hallgrímur Örn leysir flókin mál um leið og hann baslar með sína eigin tilveru. María lék Ísbjörgu, æskuást Arnarins sem er sífellt að birtast honum og kalla hann heim. Þegar hann loks kemst til Íslands kemur í ljós að hún hefur látist í bílslysi. Leikarar: Jens Albinus, Ghita Nörby, Marina […]

Draugurinn svangi

Barnamynd fyrir sjónvarp um krakka sem eru í útilegu með foreldrum sínum og finna svangann draug í gjótu. María lék mömmuna í fellihýsinu sem er mætt með allar græjur í útileguna en takmarkaða þolinmæði fyrir barnauppeldi í fríinu. Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðsla: RÚV

Ólafía

Leikverk um ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur sem bjó í Noregi í 17 ár og vann afrek sín meðal hinna fátækustu; götufólks, vændiskvenna, drykkju og sýfilissjúkra. Að áliti margra trúfræðinga má líkja Ólafíu við Hallgrím Pétursson og sr. Friðrik Friðriksson, af sumum er hún kölluð Móðir Theresa Norðursins, og þeir eru til sem hafa sagt […]

Allir hlutir fallegir

„Ragnar Bragason segir okkur sögu ungrar konu sem brennst hefur illa, og á í sérstæðu sambandi við lýtalækninn sinn. Við komumst að því að konan hafi verið skrautfjöður eiginmannsins út á fegurð sína eina, fengið nóg af því og skaðað sig sjálf. Lýtalæknirinn heillast hins vegar af innri fegurð konunnar og verður ástfanginn. En konan […]

Femin.is

Sjónvarpsþátturinn femin.is var tengdur samnefndum vefmiðli og tók mið af honum. Þátturinn var sérsniðinn að konum og við hugmyndavinnuna var mikið hugsað út í hvað höfðar til kvenna. “Konur vilja vera með lappir upp í sófa að tala saman í ró og næði, hafa fallegt í kringum sig og eitthvað til að narta í” – var […]

Out of the cold

Rómantísk mynd um bandarískan steppdansara sem flytur til austur Evrópu rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og verður ástfanginn. En eftir að hann móðgar háttsetta konu í Nasistaflokknum sem María leikur er hann sendur í þrælkunarbúðir í Síberíu. Leikstjóri: Alexander Buravsky Leikarar: Mercedes Ruehl, Keith Carradine, Mia Kirshner, Brian Dennehy og María Ellingsen

Bulmers

Auðlýsing fyrir Bulmers bjór tekin á Eyjafjallajökli.

Gínusögur

Norræn útgáfa af Píkusögun eftir Eve Ensler sem María framleiddi og stýrði. Sýningin var leikin á dönsku, íslensku og færeysku á Norrænni leiklistarhátíð í Færeyjum. María lék þarna í fyrsta skipti á Færeysku. Höfundur: Eve Ensler Leikhús: Annað Svið Framleiðandi og leiðangurstjóri: María Ellingsen. Leikarar: María Ellingsen, Charlotta Böving, Kristbjörg Kjeld og Birita Mohr.

Vitleysingarnir

Svört kómedía um númtímasamfélagið; hraða þess og firringu. Ráðherrann, ritstjórinn, verðbréfasalinn og rithöfundurinn eru á meðal “þjóðkunnra” persóna í verkinu. Allt fólk á miðjum aldri og á mikilli hraðferð upp metorðastigann. En ekki er allt sem sýnist því undir sléttu og felldu yfirborðinu kraumar einmanaleikinn. María lék umhverfisráðherrann Áslaugu sem er gift yfirlækninum Jónasi. “Bráðfyndið […]

McCallens Whiskey

Auglýsing byggð á Þyrnirós, tekin upp í kastala Hinriks 8 á Englandi. Leikstýrt af hinni gömlu kempu Nick Rouge. Riddari í fullum herklæðum kemur að kastala þar sem allir liggja í dvala. Hann fer upp í turnherbergið þar sem hann sviptir af sér grímunni og í ljós kemur að riddarinn er kona sem vekur fallegan […]