Ferðalag Fönixins

Hvernig tökumst við á við erfiða lífreynslu sem skekur tilveru okkar og ber með sér myrkur og sársauka? Hvernig sleppum við takinu, leyfum hluta af okkur að deyja, en höldum áfram og endurfæðumst? Þetta er hin eilífa áskorun mannlegrar tilveru. Joseph Cambell einn fremsti goðsagnafræðingur heimsins segir að goðsögur séu líkt og draumar sem mannkynið […]

Ferðasaga Guðríðar

Rómaður einleikur eftir Brynju Benediktsdóttur um kvenhetjuna Guðríði Þorbjarnardóttur sem ferðaðist af hugrekki átta sinnum yfir Norður Atlantshafið um árið 1000. Guðriður fór í landkönnunarleiðangur til Vínlands og settist þar að um skeið og fæddi fyrsta Evrópska barnið þar. Seinna fór hún fótgangandi til Rómar til fundar við Páfann og endaði svo æfi sína sem […]

Ég heiti Rachel Corrie

Ég heiti Rachel Corrie byggir á skifum Rachel sem lést við friðargæslustörf í Palestínu er ísraelsk jarðýta ók yfir hana þar sem hún stóð og mótmælti niðurrifi húsa á Gaza svæðinu. Það var leikarinn, Alan Rickman sem skrifaði verkið. Hann hreifst mjög af skrifum Rachel og setti sig strax í samband við foreldra hennar og […]

Mammamamma

Leiksmiðjuverk eftir Maríu Ellingsen, Charlottu Böving og leikhópinn um það að vera mamma og eiga mömmu. Byggt á viðtölum við konur. María var hluti af leikhópnum og fór með mörg ólík hlutverk.

Sælueyjan

Sælueyjan gerist í heimi erfðarvísinda. Maður finnst á hálendinu og við rannsókn kemur í ljós að af einhverjum orskökum getur hann ekki dáið. Þegar hann kemst í hendurnar vísindafólks vakna siðferðilegar spurningar um hversu langt eigi að ganga í þágu vísindanna og í leit að eilífu lífi. Kveikjan að verkinu er sú umræða sem spannst […]

Úlfhamssaga

Með Úlfhamssögu steig María Ellingsen fram sem leikstjóri og höfundur og fór fyrir hópi listamanna við að skapa sýningu úr fornaldrarrímum þar sem söngur, dans og drama mynda eina heild.

Píkusögur

Á V-daginn 2003 leikstýrði María alþingiskonum í verkinu Píkusögur eftir Eve Ensler. Þó þarna væru óvanar leikkonur á ferð hélt hún leiksmiðju með þeim til að búa til sterkan leikhóp og kom sér svo upp æfingaaðstöðu nálægt Alþingisshúsinu svo þær ættu auðvelt með að skjótast á æfingar. Úr varð sterk sýning þar sem boðskapurinn magnaðist […]

Trójudætur

Verkið segir frá örlögum Trójudætra eftir að borg þeirra hefur verið lögð í rúst, menn þeirra drepnir og fjölskyldur þeirra á leið í þrældóm. María var hluti af gríska kórnum, dansaði og söng. Leikstjóri: Inga Bjarnason Leikhús: Hvunndagsleikhúsið Tónlist: Leifur Þórarinsson Dans- og sviðshreyfingar: Lára Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ásdís Guðjónsdóttir og G. Erla. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar: Bríet […]