María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Píkusögur

Á V-daginn 2003 leikstýrði María alþingiskonum í verkinu Píkusögur eftir Eve Ensler. Þó þarna væru óvanar leikkonur á ferð hélt hún leiksmiðju með þeim til að búa til sterkan leikhóp og kom sér svo upp æfingaaðstöðu nálægt Alþingisshúsinu svo þær ættu auðvelt með að skjótast á æfingar. Úr varð sterk sýning þar sem boðskapurinn magnaðist upp við að vera fluttur af konum við völd í landinu og var það bæði kjarkað og dýrmætt skref sem þær stigu og sendu með því sterk skilaboð út í samfélagið um samstöðu kvenna gegn ofbeldi. Eve Ensler talaði við þær í síma fyrir sýningu og hvatti þær til dáða. Verkið var sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Deila