María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Ísalög

Það var aldrei að maður fór ekki í pólitík – en ég fékk tækifæri til að vinna gegn olíborunum á Norðurheimskautinu. sem utanríkisráðherra Íslands á fundi Norðurskautsráðsins í íslensk-sænsku seríunni ÍSALÖG. Sagan gerist á Grænlandi en tökur fóru fram að mestu á Stykkishólmi og var það nokkuð magnað að sjá bæinn breytast og heyra sleðahunda […]

Ísalög

Ísalög Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans.  Þættirnir […]

Borgarstjórinn

Gamanþáttaröð á Stöð 2 sem fjallar um drykkfellda borgarstjórann Lúðvík sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum. María lék forseta borgarstjórnar sem meðal annars drekkur helst til mikið í vinnustaðapartýi og endar í pottinum með aðalgæjanum í stjórnarandstöðunni sem var leikinn af Dóra DNA. „Í Borg­ar­stjór­an­um fá áhorf­end­ur inn­sýn í heim emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins. Borg­ar­stjór­inn í […]

Hraunið

Glæpaþáttaröð sem er óbeint framhald þáttanna Hamarinn. Rannsóknarlögreglufólkið Helgi og Marín og félagar eru nú send á Snæfellsnes þar sem þau standa frammi fyrir ýmsum dularfullum ráðgátum. María er aftur í hlutverki Marínar lögreglukonu í tæknideildinni, sem fer út fyrir ramma starfsins til að hjálpa Helga félaga sínum, þegar hann kemst í mikla hættu er hann reynir […]

Tími Nornarinnar

Hugmyndarík og gamansöm spennusaga sem gerist á Norðurlandi um miðjan vetur. Sagan er sögð út frá sjónarhóli blaðamanns og María leikur ritstjóra samkeppnisaðilans, hins virta Akureyrarpósts. Leikstjóri: Friðirk Þór Friðriksson Framleiðandi: Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Hughrif ehf Leikarar: Hjálmar Hjálmarsson, Inga María Valdimarsdóttir, María Ellingsen, María Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðsson, Þórir Sæmundsson, Einar Aðalsteinsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Kári Viðarsson, Sverrir […]

Hæ Gosi 1, 2, 3

Gamanþáttaröð með ögrandi, svörtum húmor í anda Klovn-þáttanna dönsku. Sögusviðið er Akureyri og fylgst er með hversdagslegu en skrautlegu lífi bræðranna Börks og Víðis og fólkinu í kringum þá. Börkur er giftur Fríðborgu, færeyskri hárgreiðslukonu sem María Ellingsen leikur. Þættirnir slógu rækilega í gegn og urðu seríurnar þrjár talsins. Leikstjóri: Arnór Pálmi Arnarson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, […]

Hamarinn

Glæpasaga sem gerist í íslenskri sveit og fjallar um mannleg örlög. Dularfullt slys verður þar sem unnið er að línulögn í tengslum við umdeildar virkjunarframkvæmdir og sprengiefni er stolið. Lögreglumaður sem sendur er á staðinn uppgötvar fljótt að ekki er allt jafnslétt og fellt og virðist við fyrstu sýn í sveitinni fögru. María lék Marín […]

Örninn

Dönsk lögreglusería þar sem hinn íslenski Hallgrímur Örn leysir flókin mál um leið og hann baslar með sína eigin tilveru. María lék Ísbjörgu, æskuást Arnarins sem er sífellt að birtast honum og kalla hann heim. Þegar hann loks kemst til Íslands kemur í ljós að hún hefur látist í bílslysi. Leikarar: Jens Albinus, Ghita Nörby, Marina […]

Draugurinn svangi

Barnamynd fyrir sjónvarp um krakka sem eru í útilegu með foreldrum sínum og finna svangann draug í gjótu. María lék mömmuna í fellihýsinu sem er mætt með allar græjur í útileguna en takmarkaða þolinmæði fyrir barnauppeldi í fríinu. Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðsla: RÚV

Allir hlutir fallegir

„Ragnar Bragason segir okkur sögu ungrar konu sem brennst hefur illa, og á í sérstæðu sambandi við lýtalækninn sinn. Við komumst að því að konan hafi verið skrautfjöður eiginmannsins út á fegurð sína eina, fengið nóg af því og skaðað sig sjálf. Lýtalæknirinn heillast hins vegar af innri fegurð konunnar og verður ástfanginn. En konan […]