María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Hamarinn

Glæpasaga sem gerist í íslenskri sveit og fjallar um mannleg örlög. Dularfullt slys verður þar sem unnið er að línulögn í tengslum við umdeildar virkjunarframkvæmdir og sprengiefni er stolið. Lögreglumaður sem sendur er á staðinn uppgötvar fljótt að ekki er allt jafnslétt og fellt og virðist við fyrstu sýn í sveitinni fögru. María lék Marín lögreglukonu í tæknideildinni sem er í ástarsambandi við starfsfélaga sinn. Hún er fráskilin, leitandi sál í viðkvæmu hulstri, gædd hógværri fegurð.

Leikstjóri: Reynir Líndal.
Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Dóra Jóhannsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Jónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Tinna Hrafnsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Rúnar Guðbrandsson og María Ellingsen.
Framleiðsla: RÚV.

Deila