Um leikarann

María Ellingsen er fædd í Reykjavík 22.janúar 1964 og er af íslensku, færeysku og norsku bergi brotin. Hún talar íslensku, færeysku, dönsku og ensku. Hún fór snemma að leika á sviði og í kvikmyndum og hélt til Bandaríkjanna 20 ára gömul til að nema leiklist. Hún lauk BA gráðu frá The Experimental Theater Wing í […]

Snerting

Kristófer kynnist japanskri stúlku á námsárum sínum í London en einn daginn hverfur hún sporlaust. Hann snýr heim til Íslands vængbrotin en heldur lokst áfram með líf sitt og giftist annarri konu. Þegar hún fellur frá ákveður hann að leggja upp í langferð til að finna skýringu á því hvað orðið hafi um æskuástina. Egill […]

DDR / ÞaÐ sem eR

„I bessari einlagu syningu far textinn og einstök tilfinninganamni Mariu
Ellingsen leikkonu ad njóta sin til fulls.“ – Víðsjá / RÚV

ÞaÐ sem eR / DDR frumsýnt

ÞaÐ sem eR / DDR var frumsýnt í dag 20. janúar í Tjarnarbíó. Það sem er (Det Der eR / DDR) er einleikur eftir danska rithöfundinn Peter Asmussen, byggður á samnefndri skáldsögu hans frá árinu 2012. Sagan gerist í Berlín á kaldastríðsárunum, þegar hugmyndafræðilegur ágreiningur austurs og vesturs stóð sem hæst og Berlínarmúrinn klauf borgina […]

Æfingar hafnar á ÞaÐ sem eR

Æfingar er hafnar á ÞAÐ SEM ER eftir Peter Asmussen. Fallegt og ljúfsárt verk um að elska, vona og svíkja. Frumsýning í Tjarnarbíó 20.janúar 2022.

Hver drap Friðrik Dór?

Gamanþættir um rannsókn Villa Netó á dularfullu hvarfi Friðriks Dórs söngvara. Sagan berst til Færeyja þar sem í ljós kemur að málið er mun flóknara en á horfðist. María leikur færeyskan saksóknara sem mætir Villa í réttarsal.  Þetta er önnur íslenska sjónvarpsserían þar sem hún fær tækifæri til að leika með færeyskum hreim. En hin […]

Ísalög

Það var aldrei að maður fór ekki í pólitík – en ég fékk tækifæri til að vinna gegn olíborunum á Norðurheimskautinu. sem utanríkisráðherra Íslands á fundi Norðurskautsráðsins í íslensk-sænsku seríunni ÍSALÖG. Sagan gerist á Grænlandi en tökur fóru fram að mestu á Stykkishólmi og var það nokkuð magnað að sjá bæinn breytast og heyra sleðahunda […]

Ísalög

Ísalög Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans.  Þættirnir […]

Er ég mamma mín?

„Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í uppsetningu Kvenfélagsins Garps fjallar fjallar um samband mæðgna og þær ólíku samfélagslegu aðstæður sem þær takast á við. Verkið skírskotar með beinum hætti inn í umræðu samtímans um reynsluheim kvenna, kvenfrelsi og kúgun feðraveldisins og tilfinningaleg áföll sem yfirfærast milli kynslóða.“  – RÚV / Karl Ágúst Þorbergsson. „Er ég mamma mín? er […]

Arctic Women – Svalbard Movements

Arctic Women er nýtt verk um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sál manneskjunnar sem María og norska leikkonan Juni Dahr hafa þróað ásamt finnska dansaranum Reijo Kela og leikmyndahöfundinum Snorra Frey Hilmarssyni. Arctic Women – Svalbard Movements er fyrsta útgáfa þess og var frumsýnd í Taubanecentralen, gamalli kolajárnbrautastöð í Longyearbyen haustið 2019.  Svalbard […]