María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Um leikarann

María Ellingsen er fædd í Reykjavík 22.janúar 1964 og er af íslensku, færeysku og norsku bergi brotin. Hún talar íslensku, færeysku, dönsku og ensku. Hún fór snemma að leika á sviði og í kvikmyndum og hélt til Bandaríkjanna 20 ára gömul til að nema leiklist. Hún lauk BA gráðu frá The Experimental Theater Wing í […]

DDR / ÞaÐ sem eR

„I bessari einlagu syningu far textinn og einstök tilfinninganamni Mariu
Ellingsen leikkonu ad njóta sin til fulls.“ – Víðsjá / RÚV

ÞaÐ sem eR / DDR frumsýnt

ÞaÐ sem eR / DDR var frumsýnt í dag 20. janúar í Tjarnarbíó. Það sem er (Det Der eR / DDR) er einleikur eftir danska rithöfundinn Peter Asmussen, byggður á samnefndri skáldsögu hans frá árinu 2012. Sagan gerist í Berlín á kaldastríðsárunum, þegar hugmyndafræðilegur ágreiningur austurs og vesturs stóð sem hæst og Berlínarmúrinn klauf borgina […]

Æfingar hafnar á ÞaÐ sem eR

Æfingar er hafnar á ÞAÐ SEM ER eftir Peter Asmussen. Fallegt og ljúfsárt verk um að elska, vona og svíkja. Frumsýning í Tjarnarbíó 20.janúar 2022.

Ísalög

Það var aldrei að maður fór ekki í pólitík – en ég fékk tækifæri til að vinna gegn olíborunum á Norðurheimskautinu. sem utanríkisráðherra Íslands á fundi Norðurskautsráðsins í íslensk-sænsku seríunni ÍSALÖG. Sagan gerist á Grænlandi en tökur fóru fram að mestu á Stykkishólmi og var það nokkuð magnað að sjá bæinn breytast og heyra sleðahunda […]

Ísalög

Ísalög Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans.  Þættirnir […]

Er ég mamma mín?

„Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í uppsetningu Kvenfélagsins Garps fjallar fjallar um samband mæðgna og þær ólíku samfélagslegu aðstæður sem þær takast á við. Verkið skírskotar með beinum hætti inn í umræðu samtímans um reynsluheim kvenna, kvenfrelsi og kúgun feðraveldisins og tilfinningaleg áföll sem yfirfærast milli kynslóða.“  – RÚV / Karl Ágúst Þorbergsson. „Er ég mamma mín? er […]

Arctic Women – Svalbard Movements

Arctic Women er nýtt verk um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sál manneskjunnar sem María og norska leikkonan Juni Dahr hafa þróað ásamt finnska dansaranum Reijo Kela og leikmyndahöfundinum Snorra Frey Hilmarssyni. Arctic Women – Svalbard Movements er fyrsta útgáfa þess og var frumsýnd í Taubanecentralen, gamalli kolajárnbrautastöð í Longyearbyen haustið 2019.  Svalbard […]

Borgarstjórinn

Gamanþáttaröð á Stöð 2 sem fjallar um drykkfellda borgarstjórann Lúðvík sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum. María lék forseta borgarstjórnar sem meðal annars drekkur helst til mikið í vinnustaðapartýi og endar í pottinum með aðalgæjanum í stjórnarandstöðunni sem var leikinn af Dóra DNA. „Í Borg­ar­stjór­an­um fá áhorf­end­ur inn­sýn í heim emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins. Borg­ar­stjór­inn í […]

Enginn hittir einhvern

Enginn hittir einhvern, er kraftmikið, innblásið og afgerandi leikrit. Peter Asmussen er listamaður tungumálsins og heldur með okkur í dásamlegt og hættulegt ferðalag um furður lífsins. Asmussen setur fram sextán stuttar senur sem eru allt í senn fyndnar, ljóðrænar og ofbeldisfullar og kannar samband karls og konu. Asmussen notar tungumálið sem eins konar skurðhníf og […]