Um leikarann

María Ellingsen er fædd í Reykjavík 22.janúar 1964 og er af íslensku, færeysku og norsku bergi brotin. Hún talar íslensku, færeysku, dönsku, ensku og þýsku. Hún fór snemma að leika á sviði og í kvikmyndum og hélt til Bandaríkjanna 20 ára gömul til að nema leiklist. Hún lauk BA gráðu frá The Experimental Theater Wing […]

Ísalög

Það var aldrei að maður fór ekki í pólitík – en ég fékk tækifæri til að vinna gegn olíborunum á Norðurheimskautinu. sem utanríkisráðherra Íslands á fundi Norðurskautsráðsins í íslensk-sænsku seríunni ÍSALÖG. Sagan gerist á Grænlandi en tökur fóru fram að mestu á Stykkishólmi og var það nokkuð magnað að sjá bæinn breytast og heyra sleðahunda […]

Ísalög

Ísalög Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans.  Þættirnir […]

Er ég mamma mín?

„Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í uppsetningu Kvenfélagsins Garps fjallar fjallar um samband mæðgna og þær ólíku samfélagslegu aðstæður sem þær takast á við. Verkið skírskotar með beinum hætti inn í umræðu samtímans um reynsluheim kvenna, kvenfrelsi og kúgun feðraveldisins og tilfinningaleg áföll sem yfirfærast milli kynslóða.“  – RÚV / Karl Ágúst Þorbergsson. „Er ég mamma mín? er […]

Arctic Women – Svalbard Movements

Arctic Women er nýtt verk um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sál manneskjunnar sem María og norska leikkonan Juni Dahr hafa þróað ásamt finnska dansaranum Reijo Kela og leikmyndahöfundinum Snorra Frey Hilmarssyni. Arctic Women – Svalbard Movements er fyrsta útgáfa þess og var frumsýnd í Taubanecentralen, gamalli kolajárnbrautastöð í Longyearbyen haustið 2019.  Svalbard […]

Borgarstjórinn

Gamanþáttaröð á Stöð 2 sem fjallar um drykkfellda borgarstjórann Lúðvík sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum. María lék forseta borgarstjórnar sem meðal annars drekkur helst til mikið í vinnustaðapartýi og endar í pottinum með aðalgæjanum í stjórnarandstöðunni sem var leikinn af Dóra DNA. „Í Borg­ar­stjór­an­um fá áhorf­end­ur inn­sýn í heim emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins. Borg­ar­stjór­inn í […]

Enginn hittir einhvern

Enginn hittir einhvern, er kraftmikið, innblásið og afgerandi leikrit. Peter Asmussen er listamaður tungumálsins og heldur með okkur í dásamlegt og hættulegt ferðalag um furður lífsins. Asmussen setur fram sextán stuttar senur sem eru allt í senn fyndnar, ljóðrænar og ofbeldisfullar og kannar samband karls og konu. Asmussen notar tungumálið sem eins konar skurðhníf og […]

Hraunið

Glæpaþáttaröð sem er óbeint framhald þáttanna Hamarinn. Rannsóknarlögreglufólkið Helgi og Marín og félagar eru nú send á Snæfellsnes þar sem þau standa frammi fyrir ýmsum dularfullum ráðgátum. María er aftur í hlutverki Marínar lögreglukonu í tæknideildinni, sem fer út fyrir ramma starfsins til að hjálpa Helga félaga sínum, þegar hann kemst í mikla hættu er hann reynir […]

Ferðalag Fönixins

Hvernig tökumst við á við erfiða lífreynslu sem skekur tilveru okkar og ber með sér myrkur og sársauka? Hvernig sleppum við takinu, leyfum hluta af okkur að deyja, en höldum áfram og endurfæðumst? Þetta er hin eilífa áskorun mannlegrar tilveru. Joseph Cambell einn fremsti goðsagnafræðingur heimsins segir að goðsögur séu líkt og draumar sem mannkynið […]

Tími Nornarinnar

Hugmyndarík og gamansöm spennusaga sem gerist á Norðurlandi um miðjan vetur. Sagan er sögð út frá sjónarhóli blaðamanns og María leikur ritstjóra samkeppnisaðilans, hins virta Akureyrarpósts. Leikstjóri: Friðirk Þór Friðriksson Framleiðandi: Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Hughrif ehf Leikarar: Hjálmar Hjálmarsson, Inga María Valdimarsdóttir, María Ellingsen, María Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðsson, Þórir Sæmundsson, Einar Aðalsteinsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Kári Viðarsson, Sverrir […]