María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Stikkfrí

Íslensk gamanmynd um tíu ára gamla stelpu sem rænir hálfsystur sinni til að ná athygli föður síns. María lék móður litla barnsins, fína upptrekkta frú. Leikstjóri: Ari Kristinsson. Leikarar: Bergþóra Aradóttir, Freydís Kristófersdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Íslenska Kvikmyndasamsteypan.

Svanurinn

Dag einn brotlendir svanur á glugganum hjá hjúkrunarkonunni Dóru. Hún aumkar sig yfir hann og hjúkrar honum í óþökk mjólkurpóstsins unnusta síns. Svanurinn og Dóra verða ástfanginn og fyrst reynir hann að breyta sér í mann en þegar það tekst ekki þá breytist hún í svan og þau fljúga á brott. María lék hina hjartagóðu […]

Konur skelfa

Leikritið gerist á kvennaklósetti á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Kvennaklósettið verður nokkurs konar athvarf fyrir konurnar fimm sem hittast þar þetta kvöld, staðráðnar í að skemmta sér rækilega. Eina karlpersóna verksins, Skúli, villist af og til inn á kvennaklósettið til að leita að vinkonu sinni, sem á það til að drepast áfengisdauða inni á kvennaklósettum […]

Agnes

Kvikmynd byggð á sannri sögu um vinnukonuna Agnesi sem árið 1830 drepur ótrúa elskhugann sinn Natan Ketilsson og týnir fyrir það eigin lífi á höggstökknum. María lék titilhlutverkið. “María Ellingsen var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Schermi d’Amore í Veróna Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Agnesi. Í niðurstöðu dómnefndar segir að María hljóti verðlaunin […]

Laggó

Gamanmynd um tvo trillukarla sem ákveða að sökkva bát sínum til að svíkja út tryggingafé, en upp kemst áður en þeir svo mikið sem bjargast í land. Leikstjóri: Jón Tryggvason. Leikarar: Helgi Björnsson, Fjalar Sigurðsson, Helga Braga Jónsdóttir, María Ellingsen og fleiri. Framleiðsla: RÚV.

The New Age

Saga um hjón í tilvistarkreppu sem leita að tilgangi lífsins í nýjöldinni eftir Michael Tolkin sem sló rækilega í gegn með kvikmyndahandriti sínu The Player. Leikstjóri og höfundur: Michael Tolkin. Leikarar: Judy Davis, Peter Weller, Adam West, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Warner Bros.

D2 – The Mighty Ducks

María lék hlutverk hins kaldrifjaða íshokkíþjálfara Marríu í þessari vinsælu Disney mynd. Hlutverkið var skrifað fyrir hana sérstaklega og leiddi hún íslenska íshokkíliðið sem sveifst einskis til að sigra Endurnar Miklu. Leikstjóri: Sam Weissman. Framleiðandi: Jordan Kerner. Leikarar: Emilio Esteves, María Ellingsen, Carsten Norgard og fleiri.

Deadly Currents/Curucao

Njósnamynd þar sem María leikur hina fokríku Díönu sem flækist inní glæpahring í Karabíska hafinu. Leikstjóri: Carl Schultz. Leikarar: George C. Scott, William Peterson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Columbia.

Santa Barbara

Sjónvarpssería þar sem María lék hlutverk hinnar austurevrópsku Katarinu í 170 þáttum. Katarina heimsækir vinafjölskyldu í Kaliforníu eftir að Berlinarmúrinn fellur. Hinn vestræni heimur er henni framandi og hún lendir í ótal ævintýrum.

Foxtrot

Bræður eru að flytja peninga á milli landshluta en málið flækist þegar Lísa, sem María leikur, gerist laumufarþegi og minnstu munar að hún týni lífi sínu. Leikstjóri: Jón Tryggvason Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinssson Leikarar: Valdimar Örn Flygenring, María Ellingsen og Steinar Ólafsson Framleiðandi: Frost Films