María Ellingsen

Leit
Close this search box.

DDR / ÞaÐ sem eR

„I bessari einlagu syningu far textinn og einstök tilfinninganamni Mariu
Ellingsen leikkonu ad njóta sin til fulls.“ – Víðsjá / RÚV

ÞaÐ sem eR / DDR frumsýnt

ÞaÐ sem eR / DDR var frumsýnt í dag 20. janúar í Tjarnarbíó. Það sem er (Det Der eR / DDR) er einleikur eftir danska rithöfundinn Peter Asmussen, byggður á samnefndri skáldsögu hans frá árinu 2012. Sagan gerist í Berlín á kaldastríðsárunum, þegar hugmyndafræðilegur ágreiningur austurs og vesturs stóð sem hæst og Berlínarmúrinn klauf borgina […]

Æfingar hafnar á ÞaÐ sem eR

Æfingar er hafnar á ÞAÐ SEM ER eftir Peter Asmussen. Fallegt og ljúfsárt verk um að elska, vona og svíkja. Frumsýning í Tjarnarbíó 20.janúar 2022.

Ísalög

Það var aldrei að maður fór ekki í pólitík – en ég fékk tækifæri til að vinna gegn olíborunum á Norðurheimskautinu. sem utanríkisráðherra Íslands á fundi Norðurskautsráðsins í íslensk-sænsku seríunni ÍSALÖG. Sagan gerist á Grænlandi en tökur fóru fram að mestu á Stykkishólmi og var það nokkuð magnað að sjá bæinn breytast og heyra sleðahunda […]

Ísalög

Ísalög Sænsk-íslensk spennuþáttaröð um sænskan ráðherra sem leggur til að olíuborun verði bönnuð á norðurheimskautssvæðinu. Þegar Norðurskautsráðið hittist á Grænlandi til að undirrita sáttmála þess efnis er ráðist á sænskt skip í nágrenninu og áhöfninni rænt. Árásin reynist vera fyrsti hluti vel skipulagðrar aðgerðar sem ætlað er að koma í veg fyrir undirritun sáttmálans.  Þættirnir […]

Borgarstjórinn

Gamanþáttaröð á Stöð 2 sem fjallar um drykkfellda borgarstjórann Lúðvík sem man oftast ekki hverju hann lofaði eða hverjum. María lék forseta borgarstjórnar sem meðal annars drekkur helst til mikið í vinnustaðapartýi og endar í pottinum með aðalgæjanum í stjórnarandstöðunni sem var leikinn af Dóra DNA. „Í Borg­ar­stjór­an­um fá áhorf­end­ur inn­sýn í heim emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins. Borg­ar­stjór­inn í […]

Enginn hittir einhvern

Enginn hittir einhvern, er kraftmikið, innblásið og afgerandi leikrit. Peter Asmussen er listamaður tungumálsins og heldur með okkur í dásamlegt og hættulegt ferðalag um furður lífsins. Asmussen setur fram sextán stuttar senur sem eru allt í senn fyndnar, ljóðrænar og ofbeldisfullar og kannar samband karls og konu. Asmussen notar tungumálið sem eins konar skurðhníf og […]

Hross í Oss

Hross í oss er íslensk kvikmynd frá 2013 eftir Benedikt Erlingsson. Benedikt skrifar og leikstýrir myndinni og er hún framleidd af Friðriki Þór Friðrikssyni. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Helgi Björnsson, Sigríður María Egilsdóttir, María Ellingsen, Juan Camillo Roman Estrada, Halldóra Geirharðsdóttir, Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon, Kjartan Ragnarsson, Atli Rafn Sigurðsson.

Hamarinn

Glæpasaga sem gerist í íslenskri sveit og fjallar um mannleg örlög. Dularfullt slys verður þar sem unnið er að línulögn í tengslum við umdeildar virkjunarframkvæmdir og sprengiefni er stolið. Lögreglumaður sem sendur er á staðinn uppgötvar fljótt að ekki er allt jafnslétt og fellt og virðist við fyrstu sýn í sveitinni fögru. María lék Marín […]

Ég heiti Rachel Corrie

Ég heiti Rachel Corrie er sönn saga  ungrar konu sem lést við friðargæslustörf í Palestínu. Ísraelsk jarðýta ók yfir hana þar sem hún stóð og mótmælti niðurrifi húsa á Gaza svæðinu. Það var leikarinn, Alan Rickman sem skrifaði verkið. Hann hreifst mjög af skrifum Rachel og setti sig strax í samband við foreldra hennar og […]