Maður eins og ég

Rómantísk gamanmynd um Júlla, einmana og vanafastan mann. María lék einfalda starfsstúlku í Keiluhöllinni sem vinnur með Júlla og verður skotin í honum. Leikstjóri: Robert Douglas. Leikarar: Jón Gnarr, Baldur Trausti Hreinsson, Þorsteinn Guðmundsson, Stephanie Che, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Júlíus Kemp.
Santa Barbara

Sjónvarpssería þar sem María lék hlutverk hinnar austurevrópsku Katarinu í 170 þáttum. Katarina heimsækir vinafjölskyldu í Kaliforníu eftir að Berlinarmúrinn fellur. Hinn vestræni heimur er henni framandi og hún lendir í ótal ævintýrum.
Sjúk í ást

Það geysar stríð milli elskenda á mótelherbergi í Mojavi eyðimörkinni. María lék May sem er búin að eiga í ástarsambandi við hálfbróðir sinn Eddie um árabil og er sífellt að reyna að brjóta sig út úr því. Pabbi þeirra birtist eins og draugur í verkinu og reynir að réttlæta það tvöfalda líf sem hann lifði […]
Magnús

Magnús stendur á tímamótum og greinist með alvarlegan sjúkdóm. María lék unglings dótturina sem tapar sér á spítalanum við tilhugsuninni um að missa pabba sinn. Höfundur og leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Leikarar: Egill Ólafsson, Guðrún Gísladóttir, Þröstur Léo Gunnarsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Nýtt Líf. Best Film, Iceland & Best European Film, Felix Awards
Ofviðrið

Hinn bannfærði Prospero notar galdramátt sinn til að vekja upp storm til að hegna óvinum sínum. Þá ber að landi á eyjunni sem hann býr á með dóttur sinni Miröndu, þar sem hinir infæddu vættir Ariel og Caliban skiptast á að ýist hjálpa og hindra áform hans. María steig sín fyrstu skref á Stóra sviði […]
Háskaleg kynni

Sagan segir frá glaumgosanum Valmont og samkvæmisdrottningunni frú Merteuil, og hvernig þau eyðileggja líf tveggja kvenna, sakleysingjans Cecile og hinnar dyggðum prýddu frú Tourvel. En Valmont seilist of langt í sókn sinni eftir að leggja þá síðarnefndu, verður ástfanginn – og ferst. Það er ekkert pláss fyrir ást í þessum heimi, hún er veikleiki sem […]
Óvitar

Í Óvitum er allt á hvolfi, þar minnkar maður með aldrinum og fullorðnir leika börn og börn leika þá fullorðnu. María lék unglinginn Dagnýju í þessu skemmtilega verki sem gekk fyrir fullu húsi í tvo vetur. Höfundur: Gúðrun Helgadóttir Leikhús: Þjóðleikhúsið Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikarar: Flosi Ólafsson, Örn Árnasson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Þór Túliníus, Helga […]
Foxtrot

Bræður eru að flytja peninga á milli landshluta en málið flækist þegar Lísa, sem María leikur, gerist laumufarþegi og minnstu munar að hún týni lífi sínu. Leikstjóri: Jón Tryggvason Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinssson Leikarar: Valdimar Örn Flygenring, María Ellingsen og Steinar Ólafsson Framleiðandi: Frost Films
Ef ég væri þú

Fjórir einþáttungar um móður/dóttur sambandið og afstöðu móður til dóttur sem lifir lífi sínu á annan hátt en henni er hugnanlegt. Þó ekki þurfi að draga kærleikann á milli þeirra í efa þá drífur hann samt ekki alla leið. María lék hippastelpu sem stendur upp í hárinu á mömmu sinni. “María Ellingsen er ung leikkona […]