Largo Desolato

Verkið fjallar um pólitíska rithöfundinn Leopold sem hræðist að verða sendur í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Hann er undir mikilli pressu frá eiginkonu sinni, leynilögreglunni og fleira fólki sem heimsækir hann. “Fáguð og fagmannleg sýning. María sýnir afbragðsleik sem heimspekineminn Margrét og skapar afar trúverðuga persónu sem unnin er af aga og næmri tilfinningu fyrir […]

Konur skelfa

Leikritið gerist á kvennaklósetti á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Kvennaklósettið verður nokkurs konar athvarf fyrir konurnar fimm sem hittast þar þetta kvöld, staðráðnar í að skemmta sér rækilega. Eina karlpersóna verksins, Skúli, villist af og til inn á kvennaklósettið til að leita að vinkonu sinni, sem á það til að drepast áfengisdauða inni á kvennaklósettum […]

Fagra Veröld

Söngleikur um gömlu Reykjavík byggður á ljóðum Tómasar Guðmundssonar í tilefni að 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikarar: Alexander Óðinsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ásta Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Dofri Hermannsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Hinrik Ólafsson, Jóhanna Jónas, Jóhanna […]

Agnes

Kvikmynd byggð á sannri sögu um vinnukonuna Agnesi sem árið 1830 drepur ótrúa elskhugann sinn Natan Ketilsson og týnir fyrir það eigin lífi á höggstökknum. María lék titilhlutverkið. “María Ellingsen var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Schermi d’Amore í Veróna Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Agnesi. Í niðurstöðu dómnefndar segir að María hljóti verðlaunin […]

Laggó

Gamanmynd um tvo trillukarla sem ákveða að sökkva bát sínum til að svíkja út tryggingafé, en upp kemst áður en þeir svo mikið sem bjargast í land. Leikstjóri: Jón Tryggvason. Leikarar: Helgi Björnsson, Fjalar Sigurðsson, Helga Braga Jónsdóttir, María Ellingsen og fleiri. Framleiðsla: RÚV.

The New Age

Saga um hjón í tilvistarkreppu sem leita að tilgangi lífsins í nýjöldinni eftir Michael Tolkin sem sló rækilega í gegn með kvikmyndahandriti sínu The Player. Leikstjóri og höfundur: Michael Tolkin. Leikarar: Judy Davis, Peter Weller, Adam West, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Warner Bros.

D2 – The Mighty Ducks

María lék hlutverk hins kaldrifjaða íshokkíþjálfara Marríu í þessari vinsælu Disney mynd. Hlutverkið var skrifað fyrir hana sérstaklega og leiddi hún íslenska íshokkíliðið sem sveifst einskis til að sigra Endurnar Miklu. Leikstjóri: Sam Weissman. Framleiðandi: Jordan Kerner. Leikarar: Emilio Esteves, María Ellingsen, Carsten Norgard og fleiri.

Deadly Currents/Curucao

Njósnamynd þar sem María leikur hina fokríku Díönu sem flækist inní glæpahring í Karabíska hafinu. Leikstjóri: Carl Schultz. Leikarar: George C. Scott, William Peterson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Columbia.

The Visitor

Kona býr í stóru húsi og veit ekki að óboðinn gestur fylgist með lífi hennar. Leikstjóri og höfundur: Gina Gambill.

No such thing

Rétt fyrir utan íslenskan smábæ býr geðstirt og drykkfellt íslenskt skrýmsli sem er búið að fá algjört ógeð á mönnunum og öllum þeirra afurðum. Hver sem nálgast skrýmslið setur líf sitt í hættu. Leikstjóri: Hal Hartley. Leikarar: Sarah Polley, Helen Mirren, Julie Christy, Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: American Zoetrope.