María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Hross í Oss

Hross í oss er íslensk kvikmynd frá 2013 eftir Benedikt Erlingsson. Benedikt skrifar og leikstýrir myndinni og er hún framleidd af Friðriki Þór Friðrikssyni. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Helgi Björnsson, Sigríður María Egilsdóttir, María Ellingsen, Juan Camillo Roman Estrada, Halldóra Geirharðsdóttir, Erlingur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon, Kjartan Ragnarsson, Atli Rafn Sigurðsson.

Out of the cold

Rómantísk mynd um bandarískan steppdansara sem flytur til austur Evrópu rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og verður ástfanginn. En eftir að hann móðgar háttsetta konu í Nasistaflokknum sem María leikur er hann sendur í þrælkunarbúðir í Síberíu. Leikstjóri: Alexander Buravsky Leikarar: Mercedes Ruehl, Keith Carradine, Mia Kirshner, Brian Dennehy og María Ellingsen

Stikkfrí

Íslensk gamanmynd um tíu ára gamla stelpu sem rænir hálfsystur sinni til að ná athygli föður síns. María lék móður litla barnsins, fína upptrekkta frú. Leikstjóri: Ari Kristinsson. Leikarar: Bergþóra Aradóttir, Freydís Kristófersdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Íslenska Kvikmyndasamsteypan.

Agnes

Kvikmynd byggð á sannri sögu um vinnukonuna Agnesi sem árið 1830 drepur ótrúa elskhugann sinn Natan Ketilsson og týnir fyrir það eigin lífi á höggstökknum. María lék titilhlutverkið. “María Ellingsen var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Schermi d’Amore í Veróna Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Agnesi. Í niðurstöðu dómnefndar segir að María hljóti verðlaunin […]

The New Age

Saga um hjón í tilvistarkreppu sem leita að tilgangi lífsins í nýjöldinni eftir Michael Tolkin sem sló rækilega í gegn með kvikmyndahandriti sínu The Player. Leikstjóri og höfundur: Michael Tolkin. Leikarar: Judy Davis, Peter Weller, Adam West, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Warner Bros.

Deadly Currents/Curucao

Njósnamynd þar sem María leikur hina fokríku Díönu sem flækist inní glæpahring í Karabíska hafinu. Leikstjóri: Carl Schultz. Leikarar: George C. Scott, William Peterson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Columbia.

The Visitor

Kona býr í stóru húsi og veit ekki að óboðinn gestur fylgist með lífi hennar. Leikstjóri og höfundur: Gina Gambill.

No such thing

Rétt fyrir utan íslenskan smábæ býr geðstirt og drykkfellt íslenskt skrýmsli sem er búið að fá algjört ógeð á mönnunum og öllum þeirra afurðum. Hver sem nálgast skrýmslið setur líf sitt í hættu. Leikstjóri: Hal Hartley. Leikarar: Sarah Polley, Helen Mirren, Julie Christy, Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: American Zoetrope.

Maður eins og ég

Rómantísk gamanmynd um Júlla, einmana og vanafastan mann. María lék einfalda starfsstúlku í Keiluhöllinni sem vinnur með Júlla og verður skotin í honum. Leikstjóri: Robert Douglas. Leikarar: Jón Gnarr, Baldur Trausti Hreinsson, Þorsteinn Guðmundsson, Stephanie Che, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Júlíus Kemp.

Magnús

Magnús stendur á tímamótum og greinist með alvarlegan sjúkdóm. María lék unglings dótturina sem tapar sér á spítalanum við tilhugsuninni um að missa pabba sinn. Höfundur og leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Leikarar: Egill Ólafsson, Guðrún Gísladóttir, Þröstur Léo Gunnarsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Nýtt Líf. Best Film, Iceland & Best European Film, Felix Awards