María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Fréttir

Jóga

JÓGA er tónlistar- og mynddiskur þar sem hugljúf tónlist að hætti Friðriks Karlssonar og léttar jógaæfingar leidda….

Lesa meira »

Fönixinn undir berum himni

Ferðalag Fönixins var sýnt utandyra í Finnlandi í Október. Þetta er stíll sem Reijo Kela hefur þróað um árabil og María Ellingsen sló til og velti sér upp úr finnskri mold og lyngi í dýrindis búningum Filippíu Elíasdóttur. Kristina Ilmonen var sérstakur gestur á þessari sýningu og lék á rödd, flautur og trommur. Sýningin var áhrifamikil þó leikarinn og dansarinn

Lesa meira »

Brjálað par í Finnlandi

Dansleikhús gjörningur var eitt af ævintýrum haustsins. Finnski dansarinn Reijo Kela fékk Maríu til að flytja daglangt með sér inní sixtís íbúð sem var búið að innrétta í Jyvaskyla Listasafninu í Finnlandi. Reijo hefur sérhæft sig í dansspuna á óhefðbundnum stöðum svo hann var á heimavelli. En hann og María hafa unnið saman um árabil nú síðast í Ferðalag Fönixins.

Lesa meira »

Hæ Gosi! 2 slær áhorfsmet

Hæ Gosi 2 serían fór af að stað með miklum krafti á Skjá einum í haust og hefur nú slegið öll áhorfsmet þar. Þar fer saman úrvalslið leikara og handrit með skemmtilega óþægilegum húmor. Síðasta sería endaði á að Fríðborg hin færeyska sem María Ellingsen leikur rauk í fússi frá eiginmanni sinn Berki sem Árni Pétur Guðjónsson leikur. Hún var

Lesa meira »

Fönixinn tekur flugið á Listahátíð í vor

Dans leikhúsverkið Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný,  verður á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í vor og verður frumsýnt á Stóra Sviði Borgarleikhússins  25.maí klukkan 20:00. Magnaður leikhúsviðburður þar sem, Eivör Pálsdóttir söngkona, Rejo Kela nútímadansari og María Ellingsen leikkona, blása hvert með sínum hætti lífi í glóðir þessarar táknrænu goðsögu. Áhorfendur eru leiddir inní

Lesa meira »

Ný sería af Hæ Gosa í uppsiglingu

Ný sería af Hæ Gosa fer í framleiðslu í vor og verða teknir upp sex þættir í Færeyjum og á Akureyri. Síðasta þætti lauk á því að Fríðborg fór í fússi með gömlum kærasta til Færeyja. Og  feðgarnir voru á leið á leið þangað með Norrænu til að reyna að dekstra hana heim. Þetta verður semsagt gamanseríusumarið.

Lesa meira »

Tími Nornarinnar fer í tökur

Upptökur á sakamálaseríunni Tími Nornarinnar eftir Árna Þórarinsson eru hafnar á Akureyri. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og Ari Kristinsson er tökumaður. Margir leikarar koma við sögu meðal annars Sverrir Guðnasson frá Svíþjóð. María Ellingsen leikur virtan ritstjóra Akureyrarblaðsins.

Lesa meira »

Gamanserían Hæ Gosi!

María leikur hina færeysku Fríðborgu í glænýrri gamanseríu HÆ GOSI! sem frumsýnd verður á Skjá Einum 30.september. Það er ungt kvikmyndageraðfólk frá Zeta Film sem skrifar og framleiðir en Arnór Pálmi Arnarsson leikstýrir. Tökur fóru fram á Akureyri og í nágrenni í júlí, þar sem sex þættir rúlluðu inn á einum mánuði. Sagan snýst um bræðurnar Börk og Víði sem

Lesa meira »

Guðríður sigldi í höfn í kvöldsólinni

Skemmtileg frumsýning um borð í Íslendingi Í Víkingaheimum föstudaginn 14.maí. Fullt skip af fólki og dýrindis fiskisúpa framreidd á nýja veitingahúsinu. Þórunn Erna geislaði og hreif alla með í þetta ævintýralega ferðalag í kvöldsólinni. “Ég gef þessu 9 af 10 mögulegum, þetta var skemmtilegra en Billy Eliot!“ sagði Viktor 12 ára.

Lesa meira »

María leikstýrir í nýju leikhúsi

Nýtt leikhús opnar um borð í Íslending í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í maí. María Ellingsen leikstýrir opnunarsýningunni sem er hinn snjalli einleikur Brynju Benediktsdóttur um Ferðir Guðríðar. Þórunn Clausen bregður sér í allra kvikinda líki í sögu þessara ævintýrakonu, Snorri Freyr Hilmarsson gerir umgjörð, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu og Sveinbjörg María Ingibjargardóttir búninga og Kjartan Kjartansson gerir hljóðmynd. Víkingaheimar opnuðu

Lesa meira »