Salka – ástarsaga

Við fylgjumst með Sölku Völku eina andvökunótt rifja upp líf sitt og reyna að ákveða hvort hún eigi að sleppa takinu af ástinni sinni Arnaldi. María lék Sölku eldri.

“Víðáttumikið sviðið er rökkvað. Til hægri stendur stúlka og horfir út um glugga á dálítilli kytru. Það kveður við brottfararflaut frá strandferðarskipi. Í fjarska rísa tignarleg vestfirsk fjöll, nær liggur bryggja í áttina til okkar. Það er úðarigning.  Þessi upphafsmynd Sölku – ástarsögu í gamla fisvinnslusalnum í Hafnafirði, verður ógleymanleg, svo áhrifamikil er hún og hvað eftir annað í sýningunni komu svona augnablik þar sem efni, mynd og hljóð sameinuðust í ærða veldi.” – Silja Aðalsteinsdóttir, DV 25.október 1999.

“Mögnuð kvenlýsing. María túlkaði hina þroskuðu Sölku af tilfinningu og sannfæringu sem risti djúpt.. þær Magnea og María bera sýninguna uppi á glæsilegan hátt…”  Soffía Auður Birgisdóttir, MBL.

Saga: Halldór Laxness.
Leikhús: Annað Svið / Hafnarfjarðarleikhúsið.
Leikgerð: Hilmar Jónsson og Finnur Arnar Arnarson.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir.
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir.
Leikarar: María Ellingsen, Benedikt Erlingsson, Gunnar Helgasson, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Jóhanna Jónasdóttir, Dofri Hermannsson og Jón Stefán Kristjánsson

Deila