Gamanþættir um rannsókn Villa Netó á dularfullu hvarfi Friðriks Dórs söngvara. Sagan berst til Færeyja þar sem í ljós kemur að málið er mun flóknara en á horfðist. María leikur færeyskan saksóknara sem mætir Villa í réttarsal.
Þetta er önnur íslenska sjónvarpsserían þar sem hún fær tækifæri til að leika með færeyskum hreim. En hin var Hæ Gosi.
Höfundar og leikstjórar: Eilífur Örn Þrastarson, Haukur Björgvinsson, Helgi Jóhansson og Hörður Sveinsson.
Kvikmyndataka: Gunnar Auðunn Jóhannsson
Leikarar: Vilhelm Þór Netó, María Thelma Smáradóttir, Guðrún Gísladóttir, Sóley Daníelsdóttir, Benedikt Erlingsson, Jón Jónsson og fleiri.