Sjónvarpsmynd Sólborgarmálið fræga, þar sem Sólborg og bróðir hennar voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. Hinn nýútskrifaði lögfræðingur Einar Benediktsson (skáld) var fenginn til að dæma í málinu og það fór ekki betur en svo að aðalvitnið í málinu deyr í höndunum á honum. Hann varð aldrei samur maður eftir og þjáðist upp frá þessu af myrkfælni og mátti aldrei einn vera og taldi Sólborgu fylgja sér og ásækja sig í svefni. Hann deyr á dánardægri hennar 12.janúar 47 árum síðar.
“Leikarar í helstu hlutverkum eru hver öðrum betri. María Ellingsen leikur bæði blaðakonuna Önnu og Sólborgu og sýnir mikið öryggi og heldur alveg í við stórleik Arnars Jónssonar í hlutverki Einars Benediktssonar.“ – MBL.
Höfundur og leikstjóri: Egill Eðvarðsson.
Leikarar: Arnar Jónsson, María Ellingsen, Hilmir Snær Guðnasson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Pálmi Gestsson og fleiri.
Framleiðsla: RÚV.