María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Konur skelfa

Leikritið gerist á kvennaklósetti á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Kvennaklósettið verður nokkurs konar athvarf fyrir konurnar fimm sem hittast þar þetta kvöld, staðráðnar í að skemmta sér rækilega. Eina karlpersóna verksins, Skúli, villist af og til inn á kvennaklósettið til að leita að vinkonu sinni, sem á það til að drepast áfengisdauða inni á kvennaklósettum Leikritið tekur á vinsælum goðsögnum eins og fegurð, tísku, ást, afbrýði og dauða. María lék tískudrósina Maggý sem lendir í klósettdrama

“Rúsínan í samanlagðri sjónvarpsdagskránni um Páskahelgina var leikritið Konur Skelfa…Allir leikararnir léku mjög vel. Helst var að María Ellingsen bæri af og var stundum eins og hún ætlaði að rífa karlpeninginn á hol…María fór á kostum og lék stjörnuleik. Áhorfendur urðu raunar vitni að því að stjarna fæddist.” – Indriði G. Þorsteinsson MBL

“María Elllingsen sýnir nýja hlið á sér í líki tískudrósarinnar Maggýjar. Hún er greinilega gamanleikkona af guðs náð.“ – Sveinn Haraldsson MBL

Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Leikhús: Alheimsleikhúsið/Borgarleikhúsið
Leikarar: Valgerður Dan, Ásta Arnardóttir, Anna Beta Borg, Steinunn Ólafsdóttir, Kjartan Guðjónsson og María Ellingsen

Deila