Hver drap Friðrik Dór?

Þá eru þessir rugl fyndnu sjónvarpsþættir komnir á skjáinn þar sem ég gat nýtt það að vera hálfur Færeyingur og talað með þykkum hreim í senunum. Gaman að vinna með Eilífi Erni og mótleikarnir voru sko ekki af verri endanum. Villi Netó hlýr og gefandi. Benni Erlings dásamlegur og svo hæfileikabúntin Friðrik Dór og Jón Jónsson. Ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið á setti.

Deila