María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Arctic women – Svalbard Movements

Frumsýning á Arctic Women – Svalbard Movements

Á hjara veraldar í frosnum heimi veltum við Reijo Kela okkur upp úr kolaryki í gamalli lestararstöð á Svalbarða í nokkrar vikur til að skapa fyrstu útgáfuna af nýja verkinu okkar ARCTIC WOMEN. Var það frumsýnt á bókmenntahátíðinni í Longyearbyen í september 2019. 

Arctic Women sem fjallar um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sálina er afrakstur af áralöngum rannsóknum okkar Juni Dahr leikkonu á sögum kvenna á norðurslóðum en með okkur á þessu skemmtilega ferðalagi hafa þeir verið Reijo Kela og Snorri Freyr Hilmarsson.

Í þessari fyrstu útgáfu SVALBARD MOVEMENTS notuðum við texta úr dagbókum Leonid D’Aunet franskrar aðalskonu sem steig kvenna fyrst þarna fæti 1838, Hanne Resvold Holmsen grasafræðings sem gekk þarna um grundir 1907, Christianne Ritter sem dvaldi veturlangt í veiðikofa með manni sínum 1934 og Ellen Nöis sem var norsk húsmóðir sem fæddi barn einsömul meðan maður hennar var á veiðum. Þess má geta að vegna fjölda áskoranna lék ég þetta á norsku (sem ég annars tala ekki)

Það var heiður að deila sviðinu með Reijo og saxafónleikaranum knáa Tore Brundborg sem samdi tónlist fyrir sýninguna og flutti live ásamt Per Oddvar trommara. Þá lét karlakór kolanámufélagsins Den Store Norske ekki sitt eftir liggja. 

Leikstjóri var Inger Buresund og ljósameistari Kristin Bredal, miklar hæfileikakonur báðar.

Deila frétt