María Ellingsen

Leit
Close this search box.

„Guðfræðisnámið” – fyrirlestur Haralds Níelssonar frá 1913

Til að minnast þess að ein og hálf öld er nú liðin frá fæðingu sr.Haralds Níelssonar flutti María sem er langafabarn hans fyrirlesturinn “Guðfræðisnámið” í Háskóla Íslands 1.desember, en ávarp þetta hélt Haraldur yfir guðfræðinemum árið 1913.

“Þetta er hálfgerður gjörningur því ég stend þarna í hans sporum í guðfræðideildinni og lifi mig inní þetta. Ég er búin að liggja yfir bréfum hans og skjölum í tengslum við sjónvarpsþátaröð sem ég er að þróa og fann þennan fyrirlestur þar. Það er hluti af ferlinu að setja mig í hans spor svo ég las beint af upprunalega handritinu hans sem eru 28 síður handskrifaðar”

Deila frétt