Frumsýning í nýju leikrými

Stóri dagurinn rann upp og allir þræðir komu saman. Það var mögnuð tilfinning að leiða áhorfendur inní nýtt leikrými og heim Asmussen og sterk og ólíik viðbrögð létu ekki á sér standa.

„Spennandi sýning með löngum eftirhljóm….Textinn virkar eins og tónverk með ólíkum leiðarstefjum. Nálgun Simons Boberg leikstjóra undirstrikar músíkina í verkinu. Leikurinn og allar hreyfingar eru stílfærðar og minna þannig á dansverk þar sem hver einasta handahreyfing og augnaráð er fyrirfram ákveðið. Leikurinn er agaður og undirstrikar kuldann sem af textanum stafar en undir niðri kraumar hiti, örvænting og þrá eftir tengslum sem hreyfði sterklega við rýni.“ Silja Björk Huldudóttir MBL

„Þessi sýning á fundi karls og konu er ákaflega vel uppbyggð, líkamarnir tala í áreynslulausu hreyfingamunstri. Það er mýkt yfir allri nákvæmni leiksins… okkar hlutverk er jafn mikilvægt og leikaranna góðu… ég fer heim með ýmsa nýja fleti á tilverunni sem ég hef kannski áður veigrað mér við að hugsa um. Norræna sýningin á Enginn hittir einhvern er ljós í myrkri.” María Kristjánsdóttir RUV

Deila frétt