María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Rætur – lokasýning Nordisk Ljus

nordiskljus_frettRætur – lokasýning Nordisk Ljus var sýnd við sólsetur í Joensuu Finnlandi í kvöld. Þar stigu á svið hundrað norræn ungmenni undir stjórn Maríu Ellingsen, Raisa Foster, Karoliina Turkka, Örnu Valsdóttur og Tero Sarkkinen. Lýsingu hannaði Kari Kola. Ungu listamennirnir hafa ferðast um norðurlöndin þver og endilöng í fimm listsmiðjum: Leiklist, dansi, sirkus, myndlist og tónlist. Þar hafa þau kynnst listamönnum á hverjum stað, sem hafa hver um sig opnað fyrir þeim nýjan heim.

María leiddi leiklistarhópinn frá einangruðum Modalnum í Noregi, til fjalla í Tromsö, út í flæðiengi í Lapplandi og loks til Austur-Finnlands. Það var því mikið sjónaspil sem tvö þúsund manns fengu að sjá á eyju í miðri borginni í kvöld.

Deila frétt