María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Nordisk Ljus 2014

María fundaði í Finnlandi í ágúst með öðrum stjórnendum listahátíðarinnar Norræna Ljósið 2014, ævintýri fyrir listræna unglinga. María mun leiða leiklistarhópin en Norræna ljósið 2014 byggir á fimm listgreinum, dansi, sjónlist, leiklist, sirkus og tónlist. Fimmtán þáttakendur veljast í hvern og einn listhóp og er hátíðin einstakt tækifæri til að þróa sína listrænu hæfileika, vinna með öðrum skapandi ungmennum, kynnast nýrri og gamalli menningu og njóta leiðsagnar þekktra listamanna frá Norðurlöndunum.

Hver listhópur ferðast í fylgd síns aðal-listamans og eins fararstjóra og tekur þátt í þremur vinnustofum á ólíkum stöðum. Í hverri vinnustofu er unnið með þarlendum listamönnum. Að lokum koma allir listhóparnir saman í Joensuu í Finlandi og vinna saman að lokasýningu hátíðarinnar undir stjórn aðal-listamanna fimm og Tero Sarkkinen, listræns stjórnanda hátíðarinnar.

Deila frétt