María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Jóga

JÓGA er tónlistar- og mynddiskur þar sem hugljúf tónlist að hætti Friðriks Karlssonar og léttar jógaæfingar leiddar af Maríu Ellingsen koma saman. Friðrik sem er mikill áhugamaður um mannrækt langaði að gera fallega tónlist fyrir fólk sem æfir jóga og fékk skólasystur sína Maríu til liðs við sig. María Ellingsen er þekkt sem leikari, leikstjóri, höfundur og kennari en Friðrik vissi að hún hafði líka stundað jóga frá menntaskólaárum. Jóga er margþætt en María lærði fyrst líkamstöður, öndun og slökun en hefur dýpkað ástundun sína og skilning ár frá ári, sótt námskeið í jógafræðum og dvalist í klaustri á Indlandi, þar sem rætur jóga liggja. Jóga stuðlar að heilbrigði, styrkir líkama og sál, skapar jafnvægi, slökun og hugarró. Og er tilgangurinn með jóga að ferðast út úr viðjum hugans og inn í kjarnann þar sem hugur, líkami og sál sameinast. Útgáfan þeirra Friðriks og Maríu Jóga er hugsuð sem veganesti í það ferðalag. Æfingarnar eru teknar upp útí íslenskri náttúru, þar sem fegurðin í mosanum og gárurnar á vatninu renna saman við ljúfa tónlistina og fuglasönginn.

Deila frétt