Dans leikhúsverkið Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný, verður á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í vor og verður frumsýnt á Stóra Sviði Borgarleikhússins 25.maí klukkan 20:00.
Magnaður leikhúsviðburður þar sem, Eivör Pálsdóttir söngkona, Rejo Kela nútímadansari og María Ellingsen leikkona, blása hvert með sínum hætti lífi í glóðir þessarar táknrænu goðsögu. Áhorfendur eru leiddir inní draumkenndann heim þar sem söngkonan magnar upp seið takts og tóna, dansarinn og leikarinn stíga á svið og áhorfandinn upplifir sýninguna í miklu návígi.
Filippía Elísdóttir, Snorri Freyr Hilmarsson og Björn Bergsteinn Björnsson skapa myndheim sýningarinnar.