Tími Nornarinnar fer í tökur

Upptökur á sakamálaseríunni Tími Nornarinnar eftir Árna Þórarinsson eru hafnar á Akureyri. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og Ari Kristinsson er tökumaður. Margir leikarar koma við sögu meðal annars Sverrir Guðnasson frá Svíþjóð. María Ellingsen leikur virtan ritstjóra Akureyrarblaðsins.