María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Gamanserían Hæ Gosi!

María leikur hina færeysku Fríðborgu í glænýrri gamanseríu HÆ GOSI! sem frumsýnd verður á Skjá Einum 30.september.

Það er ungt kvikmyndageraðfólk frá Zeta Film sem skrifar og framleiðir en Arnór Pálmi Arnarsson leikstýrir.

Tökur fóru fram á Akureyri og í nágrenni í júlí, þar sem sex þættir rúlluðu inn á einum mánuði. Sagan snýst um bræðurnar Börk og Víði sem Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir leika. Konur þeirra hina færeysku hárgreiðslukonu Fríðborgu sem María Ellingsen leikur og hina framagjörnu Pálínu sem Helga Braga Jónsdóttir leikur. Pabba strákanna og vin hans sem Þórhallur Sigurðsson og Þráinn Karlsson leika. Og síðast en ekki síst vini þeirra bræðra sem Hjálmar Hjálmarsson og Hannes Óli Ágústsson leika.

Deila frétt