María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Ferðalag Fönixins – Dansleikhúsverk í mótun

FERÐALAG FÖNIXINS- UM LISTINA AÐ DEYJA OG FÆÐAST Á NÝ
Dansleikhúsverk í mótun- áætluð frumsýning vor 2011. Goðsögnin um Fönixinn og umbreyting hans inní í eldinum þar sem hann brennur upp en rís svo úr öskunni og tekur flugið á ný er þema þessa verks. Dansari, leikari og söngvari stíga saman á svið til að leiða áhorfandann inn í eldinn og gefa honum tækifæri til að spegla sína eigin lífreynslu í þessari alheims goðsögu um listina að deyja og fæðast á ný.

Hvernig tökumst við á við erfiða lífreynslu sem skekur tilveru okkar og ber með sér myrkur og sársauka? Hvernig sleppum við takinu, leyfum hluta af okkur að deyja, en höldum áfram og endurfæðumst? Þetta er hin eilífa áskorun mannlegrar tilveru.

Joseph Cambell einn fremsti goðsagnafræðingur heimsins segir að goðsögur séu líkt og draumar sem mannkynið dreymir saman. Draumar sem hjálpa okkur til að skilja heiminn og hlutverk okkar í honum.
“Myth is the secret opening through which the inexhaustible energies of the cosmos pour into human manifestation”. (Joseph Cambell, The Hero with a Thousand Faces )

Í þessu verkefni munum við fylgja þessum þræði og rannsaka hina fornu mýtu um Ferðalag Fönixins og fórnarkostnað endurfæðingarinnar. Hópur listamanna mun skapa þessa sýningu María Eivör Reijo og Snorri Frey Hilmarsson leikmyndahöfund en þau tengdust öll sterkum böndum við sköpun Úlfhamssögu. Þá mun Filippía I. Elísdóttir búningahöfundur slást í hópinn sem og Björn Bergsteinn Guðmundsson sem hannar lýsingu fyrir verkið.
Listamennirnir eru allir þekktir fyrir að sýna í list sinni sterk tengs við arfleið sína og nútímann um leið. Sem hópur vilja þau skapa verk sem byggir á magnaðri goðsögu um leið og þau gera tilrauni til að láta ólík listform mætast og láta skilin á milli þeirra leysast upp. Með því að vinna með söguna um Ferðalag Fönixins vilja þau kafa djúpt inn í sammannlega reynslu og túlka hana á sinn persónulega hátt í gegnum sinn menningarheim, listform og reynslu.

Deila frétt