María Ellingsen

Leit
Close this search box.

Háskaleg kynni

Sagan segir frá glaumgosanum Valmont og samkvæmisdrottningunni frú Merteuil, og hvernig þau eyðileggja líf tveggja kvenna, sakleysingjans Cecile og hinnar dyggðum prýddu frú Tourvel. En Valmont seilist of langt í sókn sinni eftir að leggja þá síðarnefndu, verður ástfanginn – og ferst. Það er ekkert pláss fyrir ást í þessum heimi, hún er veikleiki sem kostar þig lífið. Sá sem er miskunnarlausastur og kaldastur vinnur, aðrir farast. María lék hina ungu Cecile.

Leikstjóri: Benedikt Árnarson
Leikhús: Þjóðleikhúsið
Leikmynd og búningar: Karl Aspelund
Leikarar: Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Halldór Björnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Helga Jónsdóttir.

Deila