Vitleysingarnir

Svört kómedía um númtímasamfélagið; hraða þess og firringu. Ráðherrann, ritstjórinn, verðbréfasalinn og rithöfundurinn eru á meðal “þjóðkunnra” persóna í verkinu. Allt fólk á miðjum aldri og á mikilli hraðferð upp metorðastigann. En ekki er allt sem sýnist því undir sléttu og felldu yfirborðinu kraumar einmanaleikinn. María lék umhverfisráðherrann Áslaugu sem er gift yfirlækninum Jónasi.

“Bráðfyndið verk um ófyrileitnar persónur sem ná sínu fram á kostnað okkar hinna… María Ellingsen gæðir framakonuna Áslaugu lífi og tilfinningu allt að því í mótsögn við kaldrifjaðann persónuleikann sem kemur fram í textanum.” MBL.

Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson.
Leikhús: Hafnarfjarðarleikhúsið.
Director: Hilmar Jónsson.
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Actors: María Ellingsen, Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgasson, Dofri Hermannsson, Halla Margrét Jónsdóttir og Erling Jóhannsson.

Deila