Svanurinn

Dag einn brotlendir svanur á glugganum hjá hjúkrunarkonunni Dóru. Hún aumkar sig yfir hann og hjúkrar honum í óþökk mjólkurpóstsins unnusta síns. Svanurinn og Dóra verða ástfanginn og fyrst reynir hann að breyta sér í mann en þegar það tekst ekki þá breytist hún í svan og þau fljúga á brott. María lék hina hjartagóðu Dóru.

“Sýning sem sameinar á áhrifaríkan hátt alla þá þætti sem ein uppfærsla á leikriti felur í sér: texta, leik, leikstjórn og umgjörð, þannig að útkoman var eftirminnileg listræn heild.” – Soffía Auður Birgisdóttir MBL

“Verkið er í senn dapurlegt og bráðfyndið og áhorfandanum í sjálfsvald sett hvort hann lítur á söguna sem nútímadæmisögu um innilokun og frelsisþrá eða hreinlega sem draum um ástina einu. María innsiglar í hlutverki Dóru svo ekki verði um deilt að hún er feiknagóð og fjölhæf leikkona. Á sviðinu hefur hún bæði sjarma og útgeislun og í þessu hlutverki kraumar kímnin undir niðri þó að lika gefist færi á að sýna dramtísk tilþrif.” – Auður Eydal DV 21.okt 1996

“María Ellingsen er vaxandi leikkona og hefur sýnt síðastliðið ár á sviði og á hvíta tjaldinu hvers hún er megnug. Sú reynsla sem hún býr yfir gerir henni kleift að leika á látlausan og næstum áreynslulausan hátt. Hún er alltaf trúverðug í hlutverkinu, hvar sem borið er niður og nær fram sterkum áhrifum:” – Sveinn Haraldsson MBL

Höfundur: Elisabeth Egloff
Leikhús: Annað Svið / Borgarleikhúsið
Director: Kevin Kuhlke
Actors: Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson

Deila