Síðasti bærinn í dalnum

Hið sígilda ævintýri um baráttu góðs og ills þar sem menn og tröll takast á og álfarnir koma til hjálpar. María lék tröllskessuna Kettu sem breytir sér í vinnukonu til að tæla bóndann í burtu svo hún geti yfirtekið bæinn hans.

“Sýningin er afar vel lukkuð, hugmyndarík, skemmtileg og mjög vel unnin. María Ellingsen leikur skemmtilega groddaralega” – SAB, MBL.

“Tröllin Kargur og Ketta sem Jón St. Kristjánsson og María Ellingsen leika, eru rosaleg í útliti en um leið svo hlægileg að smáfólkið verður ekki hrætt. Þegar þau bregða sér í mannslíki, yfiræra Jón og María tröllskapinn skemmtilega.” Auður Eydal, DV.

Leikgerð og leikstjórn: Hilmar Jónsson.
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir.
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir.
Actors: Gunnar Helgasson, Björk Jakobsdóttir, María Ellingsen, Jón Stefán Kristjánsson, Hildigunnur Þráinsdóttir og Halldór Gylfasson.

Deila