Reykjavík 112

Reykjavík 112 er æsispennandi þáttaröð byggð á metsölubókinni DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur. 

Kona er myrt á hrottalegan hátt, og sex ára dóttir hennar verður vitni að ódæðinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn Huldar fær það verkefni að upplýsa glæpinn og vernda barnið. Barna sálfræðingurinn Freyja aðstoðar Huldar við að komast að sannleikanum. Hún reynir að opna á minningar stúlkunnar áður en morðinginn lætur aftur til skarar skríða í þetta sinn gegn Ástrósu, virtri vísindakonu hjá Íslenskri Erfðagreiningu sem María leikur. 

Þríeykið Reynir Lyngdal, Tinna Hrafnsdóttir og Óskar Þór Axelsson leikstýra einvalaliði leikara í þessari metnaðarfullu og vönduðu framleiðslu þar sem ekkert er til sparað.

Með helstu hlutverk fara Kolbeinn Arnbjörnsson, Vivian Ólafsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Þorsteinn Pálmarsson og María Ellingsen.

Handritshöfundar eru Óttar M. Norðfjörð, Björg Magnúsdóttir og Snorri Þórisson.

Deila