María Ellingsen

Search
Close this search box.

Ólafía

Leikverk um ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur sem bjó í Noregi í 17 ár og vann afrek sín meðal hinna fátækustu; götufólks, vændiskvenna, drykkju og sýfilissjúkra. Að áliti margra trúfræðinga má líkja Ólafíu við Hallgrím Pétursson og sr. Friðrik Friðriksson, af sumum er hún kölluð Móðir Theresa Norðursins, og þeir eru til sem hafa sagt að ættu Norðmenn dýrlinga væri Ólafía fremst meðal þeirra. Í miðborg Óslóar, við Brugatan, getur að líta minnisvarða með brjóstmynd af konu með skotthúfu og í peysufötum. Undir myndinni stendur Ólafía Jóhannsdóttir. Fædd á Íslandi 1864 d. 1924. Vinur hinna ógæfusömu. Leikverkið Ólafía var sýnt í kirkjum á Suðurlandi.

Höfundur og leikstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir.
Leikhús: Leikhúsið í Kirkjunni.
Actors: Edda Björgvinsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, María Ellingsen, Eyvindur Erlendsson, Margrét Ákadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir, Kormákur Örn Axelsson og Snæbjörn Áki Friðriksson.

Deila