Sagan segir frá glaumgosanum Valmont og samkvæmisdrottningunni frú Merteuil, og hvernig þau eyðileggja líf tveggja kvenna, sakleysingjans Cecile og hinnar dyggðum prýddu frú Tourvel. En Valmont seilist of langt í sókn sinni eftir að leggja þá síðarnefndu, verður ástfanginn – og ferst. Það er ekkert pláss fyrir ást í þessum heimi, hún er veikleiki sem kostar þig lífið. Sá sem er miskunnarlausastur og kaldastur vinnur, aðrir farast. María lék hina ungu Cecile.
Director: Benedikt Árnarson
Leikhús: Þjóðleikhúsið
Leikmynd og búningar: Karl Aspelund
Actors: Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Halldór Björnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Helga Jónsdóttir.