Ferðasaga Guðríðar

Rómaður einleikur eftir Brynju Benediktsdóttur um kvenhetjuna Guðríði Þorbjarnardóttur sem ferðaðist af hugrekki átta sinnum yfir Norður Atlantshafið um árið 1000. Guðriður fór í landkönnunarleiðangur til Vínlands og settist þar að um skeið og fæddi fyrsta Evrópska barnið þar. Seinna fór hún fótgangandi til Rómar til fundar við Páfann og endaði svo æfi sína sem nunna í Skagafirði. Verkið er ekki eingöngu ferðasaga heldur saga um konu í hættulegum heimi sem lætur ekkert hindra sig í að víkka út sjóndeildarhringinn.

María fékk þá verkefni að sviðsetja einleikinn um borð í víkingaskipinu Íslending í Víkingaheimum. Þar flæðir dagsbirta inn um risastóra glugga sem snúa mót hafi og gat hún því ekki notað galdratæki leikhússins, ljós, mist og hljóð til að búa til sýndarveruleika. En á móti kom að hún hafði alvöruskip og segl og útsýni yfir haf. Til að mæta þessum aðstæðum gerði hún nýja leikgerð þar sem leikarinn sjálfur í nútímanum er sögumaður en ekki Guðríður fyrir 1000 árum síðan. Þannig náiðist að brúa bilið milli fortíðar og nútíðar og taka inn raunveruleikann á staðnum; skipið sjálft, sögu þess og siglingar. María vann líka að því með leikkonunni Þórunni Ernu Clausen að finna hennar eigin leið til að segja söguna. Og þar sem Þórunn Erna er mikill söngfugl var valin söngelsk leið.

 

Deila