María Ellingsen

Search
Close this search box.

Femin.is

Sjónvarpsþátturinn femin.is var tengdur samnefndum vefmiðli og tók mið af honum. Þátturinn var sérsniðinn að konum og við hugmyndavinnuna var mikið hugsað út í hvað höfðar til kvenna. “Konur vilja vera með lappir upp í sófa að tala saman í ró og næði, hafa fallegt í kringum sig og eitthvað til að narta í” – var eitt af því sem kom fram á hugmyndafundi og var það notað sem innblástur varðandi umgjörðina.

Í hverjum þætti var skipt um um þemalit – og blóm, hlutir, púðar og klæðnaður valið í stíl. Viðtölin fengu óvenju langan tíma og voru með rólegu yfirbragði. Húsgögnin voru þægileg; grjónapúðar, stórir púðar til að sitja á gólfi og bekkir með púðum. Það var miðað við að fólk gæti verið eins og heima hjá sér, en ekki setið í stífum stellingum. Gestum var boðið að vera á sokkaleistunum eða berfætt og jafnvel boðið upp á fótabað.

Innihald sjónvarpsþáttarins tók mið af vefsíðunni og þeim flokkum sem þar voru: Starfsferill, matur, heilsa, kynlíf, samskipti kynjanna og barnauppeldi. Stjórnarskrá þáttarins var að hann væri skemmtilegur innblástur fyrir lífið, jákvæður og lausnamiðaður þáttur.

Deila