Ef ég væri þú

Fjórir einþáttungar um móður/dóttur sambandið og afstöðu  móður til dóttur sem lifir lífi sínu á annan hátt en henni er hugnanlegt. Þó ekki þurfi að draga kærleikann á milli þeirra í efa þá drífur hann samt ekki alla leið. María lék hippastelpu sem stendur upp í hárinu á mömmu sinni.

“María Ellingsen er ung leikkona sem óhætt er að vænta mikils af. Hún er röskleg og köld í hlutverki dótturinnar, sem er bæði uppreisnargjörn og það örlar jafnvel á hefnigirni í fari hennar. María hefur mjög eðlilega og örugga sviðsframkomu og leikur af miklum þokka!” – Auður Eydal MBL 3.október 1988

Actors: Bríet Héðinsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórdís Arnljótsdóttir
Leikhús: Þjóðleikhúsið
Director: Andrés Sigurvinsson Leikmynd og búningar Guðrún Sigríður Haraldsdóttir
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Lýsing: Ásmundur Karlsson

Deila