María Ellingsen

Search
Close this search box.

Augun mín og augun þín

Verk um ástina, missinn og ferðalagið í gegnum sorgina. Byggt á sögum þriggja þekktra skáldkvenna.

Í morgunsári 19. aldar urðu þrjár skáldmæltar norðanstúlkur fyrir mikilli ástarsorg hver í sínu lagi og brugðust við á ólíkan hátt. Þetta voru þær Guðný frá Klömbrum, Vatnsenda Rósa og Agnes Magnúsdóttir.

Maður Guðnýjar þoldi illa gáfur hennar og sleit samvistum við hana. Hún yfirbugaðist af skilnaðarsorginni og dó innan árs. Agnes var svikinn af ástmanni sínum og fylltist við það slíkri heift að hún réð honum bana og týndi fyrir það lífi sínu. Rósa missir æskuástina sína í hendur annarar konu en vinnur sig í gegnum sorgina og nær aftur vopnum sínum menntar sig, ferðast og loks finnur hún ástina á ný.

Lífið er lífið og engin kemst í gegnum það skrámulaust en hverju getum við ráðið?

María Ellingsen á hugmyndina að þessu verki og hefur ásamt Kevin Kuhlke og Snorri Frey Hilmarssyni þróað það áfram. Ein útgáfa var leiklesin við New York Háskólann í Abu Dabi, önnur  í Borgarleikhúsinu og sú þriðja sýnd í fullri uppsetningu í nemendaleikhúsi New York Háskóla í New York. Nú vinnur María að lokaútgáfu sem sýnd verður hérlendis.

Deila