María Ellingsen

Search
Close this search box.

Um Maríu

María er hugsjóna og baráttukona á sviði náttúrverndar og samfélagslegrar nýsköpunnar. Hún er einn af stofnendum Framtíðarlandsins og er formaður stjórnar þess. Hún var meðal stofnenda Auðlindar Náttúrusjóðs og situr þar í stjórn og hún var einn af maurunum sem efndu til Þjóðfundarins 2009.

Þá hafa andleg mál verið henni hugleikin og gætir þar áhrifa Haraldar Níelssonar langafa hennar. Hún hefur starfað við uppbyggingu barnastarfs innan kirkjunnar, samið fræðsluefni, leiðbeint börnum og ungum leiðtogum. Hún hefur einnig lagt stund á jóga frá unglingsaldri og gaf út mynddisk með jógaæfingum þar sem hún tengdi iðkunina við náttúru Íslands.

Hafa samband

Hægt er að senda skilaboð eða hringja í Maríu í síma +354-695-2201

„Hvaðan fær maður hugsjónir sínar? Ég veit að pabbi hafði mikil áhrif á mig í æsku, hann var náttúrubarn, andlega þenkjandi og mikill húmanisti. Þá var skátastarfið mjög mótandi og tengdi mig enn sterkar við íslenska náttúru í öllum veðrum og þar lærði ég að taka ábyrgð. Og svo urðu auðvitað tímamót þegar ég kynntist Guðmundi Páli Ólafssyni og uppgötva að það er ekki nóg að vera tengdur náttúrinni og elska hana heldur þarf maður að verja hana. Þá vaknaði þessi spurning: Hvað ætla ég að gera í því? Og áður en ég vissi af var ég orðin baráttukona.“ M