Femin.is

Sjónvarpsþátturinn femin.is var tengdur samnefndum vefmiðli og tók mið af honum. Þátturinn var sérsniðinn að konum og við hugmyndavinnuna var mikið hugsað út í hvað höfðar til kvenna. “Konur vilja vera með lappir upp í sófa að tala saman í ró og næði, hafa fallegt í kringum sig og eitthvað til að narta í” – var […]

Dómsdagur

Sjónvarpsmynd Sólborgarmálið fræga,  þar sem Sólborg og bróðir hennar voru ákærð fyrir að hafa borið út barn sitt. Hinn nýútskrifaði lögfræðingur Einar Benediktsson (skáld) var fenginn til að dæma í málinu og það fór ekki betur en svo að aðalvitnið í málinu deyr í höndunum á honum. Hann varð aldrei samur maður eftir og þjáðist […]

Laggó

Gamanmynd um tvo trillukarla sem ákveða að sökkva bát sínum til að svíkja út tryggingafé, en upp kemst áður en þeir svo mikið sem bjargast í land. Leikstjóri: Jón Tryggvason. Leikarar: Helgi Björnsson, Fjalar Sigurðsson, Helga Braga Jónsdóttir, María Ellingsen og fleiri. Framleiðsla: RÚV.

D2 – The Mighty Ducks

María lék hlutverk hins kaldrifjaða íshokkíþjálfara Marríu í þessari vinsælu Disney mynd. Hlutverkið var skrifað fyrir hana sérstaklega og leiddi hún íslenska íshokkíliðið sem sveifst einskis til að sigra Endurnar Miklu. Leikstjóri: Sam Weissman. Framleiðandi: Jordan Kerner. Leikarar: Emilio Esteves, María Ellingsen, Carsten Norgard og fleiri.

Santa Barbara

Sjónvarpssería þar sem María lék hlutverk hinnar austurevrópsku Katarinu í 170 þáttum. Katarina heimsækir vinafjölskyldu í Kaliforníu eftir að Berlinarmúrinn fellur. Hinn vestræni heimur er henni framandi og hún lendir í ótal ævintýrum.