Stikkfrí

Íslensk gamanmynd um tíu ára gamla stelpu sem rænir hálfsystur sinni til að ná athygli föður síns. María lék móður litla barnsins, fína upptrekkta frú. Leikstjóri: Ari Kristinsson. Leikarar: Bergþóra Aradóttir, Freydís Kristófersdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Íslenska Kvikmyndasamsteypan.

Svanurinn

Dag einn brotlendir svanur á glugganum hjá hjúkrunarkonunni Dóru. Hún aumkar sig yfir hann og hjúkrar honum í óþökk mjólkurpóstsins unnusta síns. Svanurinn og Dóra verða ástfanginn og fyrst reynir hann að breyta sér í mann en þegar það tekst ekki þá breytist hún í svan og þau fljúga á brott. María lék hina hjartagóðu […]

Konur skelfa

Leikritið gerist á kvennaklósetti á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Kvennaklósettið verður nokkurs konar athvarf fyrir konurnar fimm sem hittast þar þetta kvöld, staðráðnar í að skemmta sér rækilega. Eina karlpersóna verksins, Skúli, villist af og til inn á kvennaklósettið til að leita að vinkonu sinni, sem á það til að drepast áfengisdauða inni á kvennaklósettum […]

Agnes

Kvikmynd byggð á sannri sögu um vinnukonuna Agnesi sem árið 1830 drepur ótrúa elskhugann sinn Natan Ketilsson og týnir fyrir það eigin lífi á höggstökknum. María lék titilhlutverkið. “María Ellingsen var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Schermi d’Amore í Veróna Ítalíu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Agnesi. Í niðurstöðu dómnefndar segir að María hljóti verðlaunin […]

Laggó

Gamanmynd um tvo trillukarla sem ákveða að sökkva bát sínum til að svíkja út tryggingafé, en upp kemst áður en þeir svo mikið sem bjargast í land. Leikstjóri: Jón Tryggvason. Leikarar: Helgi Björnsson, Fjalar Sigurðsson, Helga Braga Jónsdóttir, María Ellingsen og fleiri. Framleiðsla: RÚV.

The New Age

Saga um hjón í tilvistarkreppu sem leita að tilgangi lífsins í nýjöldinni eftir Michael Tolkin sem sló rækilega í gegn með kvikmyndahandriti sínu The Player. Leikstjóri og höfundur: Michael Tolkin. Leikarar: Judy Davis, Peter Weller, Adam West, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Warner Bros.

D2 – The Mighty Ducks

María lék hlutverk hins kaldrifjaða íshokkíþjálfara Marríu í þessari vinsælu Disney mynd. Hlutverkið var skrifað fyrir hana sérstaklega og leiddi hún íslenska íshokkíliðið sem sveifst einskis til að sigra Endurnar Miklu. Leikstjóri: Sam Weissman. Framleiðandi: Jordan Kerner. Leikarar: Emilio Esteves, María Ellingsen, Carsten Norgard og fleiri.

Deadly Currents/Curucao

Njósnamynd þar sem María leikur hina fokríku Díönu sem flækist inní glæpahring í Karabíska hafinu. Leikstjóri: Carl Schultz. Leikarar: George C. Scott, William Peterson, María Ellingsen og fleiri. Framleiðandi: Columbia.

Santa Barbara

Sjónvarpssería þar sem María lék hlutverk hinnar austurevrópsku Katarinu í 170 þáttum. Katarina heimsækir vinafjölskyldu í Kaliforníu eftir að Berlinarmúrinn fellur. Hinn vestræni heimur er henni framandi og hún lendir í ótal ævintýrum.

Foxtrot

Bræður eru að flytja peninga á milli landshluta en málið flækist þegar Lísa, sem María leikur, gerist laumufarþegi og minnstu munar að hún týni lífi sínu. Leikstjóri: Jón Tryggvason Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Handrit: Sveinbjörn I. Baldvinssson Leikarar: Valdimar Örn Flygenring, María Ellingsen og Steinar Ólafsson Framleiðandi: Frost Films