María Ellingsen

Search
Close this search box.

Arctic Women – Svalbard Movements

Arctic Women er nýtt verk um konur á Norðurslóðum og áhrif náttúrunnar á sál manneskjunnar sem María og norska leikkonan Juni Dahr hafa þróað ásamt finnska dansaranum Reijo Kela og leikmyndahöfundinum Snorra Frey Hilmarssyni. Arctic Women – Svalbard Movements er fyrsta útgáfa þess og var frumsýnd í Taubanecentralen, gamalli kolajárnbrautastöð í Longyearbyen haustið 2019.  Svalbard […]

Hátíðarsýning Nordic Ljus

Listahátíðin Nordic Ljus 2014 endaði með magnaðri hátíðarsýningu utandyra í Joensuu í Finnlandi.  Listahátíðin var skipulögð þannig að ungir norrænir listamenn í dansi, sjónlist, leiklist, sirkus og tónlist fengu tækifæri til að ferðast á milli landa og taka þátt í þremur vinnustofum með þarlendum listamönnum, og safna efnivið fyrir lokasýninguna. Listamenn frá fimm löndum leiddu […]

Hátíðarsýning Nordic Ljus

Listahátíðin Nordic Ljus 2014 endaði með magnaðri hátíðarsýningu utandyra í Joensuu í Finnlandi.  Listahátíðin var skipulögð þannig að ungir norrænir listamenn í dansi, sjónlist, leiklist, sirkus og tónlist fengu tækifæri til að ferðast á milli landa og taka þátt í þremur vinnustofum með þarlendum listamönnum, og safna efnivið fyrir lokasýninguna. Listamenn frá fimm löndum leiddu […]

Augun mín og augun þín

Verk um ástina, missinn og ferðalagið í gegnum sorgina. Byggt á sögum þriggja þekktra skáldkvenna. Í morgunsári 19. aldar urðu þrjár skáldmæltar norðanstúlkur fyrir mikilli ástarsorg hver í sínu lagi og brugðust við á ólíkan hátt. Þetta voru þær Guðný frá Klömbrum, Vatnsenda Rósa og Agnes Magnúsdóttir. Maður Guðnýjar þoldi illa gáfur hennar og sleit […]

Ferðalag Fönixins

Hvernig tökumst við á við erfiða lífreynslu sem skekur tilveru okkar og ber með sér myrkur og sársauka? Hvernig sleppum við takinu, leyfum hluta af okkur að deyja, en höldum áfram og endurfæðumst? Þetta er hin eilífa áskorun mannlegrar tilveru. Joseph Cambell einn fremsti goðsagnafræðingur heimsins segir að goðsögur séu líkt og draumar sem mannkynið […]

Mammamamma

Leiksmiðjuverk eftir Maríu Ellingsen, Charlottu Böving og leikhópinn um það að vera mamma og eiga mömmu. Byggt á viðtölum við konur. María var hluti af leikhópnum og fór með mörg ólík hlutverk.

Úlfhamssaga

Með Úlfhamssögu steig María Ellingsen fram sem leikstjóri og höfundur og fór fyrir hópi listamanna við að skapa sýningu úr fornaldrarrímum þar sem söngur, dans og drama mynda eina heild.

Trójudætur

Verkið segir frá örlögum Trójudætra eftir að borg þeirra hefur verið lögð í rúst, menn þeirra drepnir og fjölskyldur þeirra á leið í þrældóm. María var hluti af gríska kórnum, dansaði og söng. Leikstjóri: Inga Bjarnason Leikhús: Hvunndagsleikhúsið Tónlist: Leifur Þórarinsson Dans- og sviðshreyfingar: Lára Stefánsdóttir Leikmynd og búningar: Ásdís Guðjónsdóttir og G. Erla. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar: Bríet […]