María Ellingsen

Search
Close this search box.

Um höfundinn

María var bókaormur frá barnæsku og heimur orðanna varð henni snemma kær.
Þegar hún útskrifaðist úr Menntaskóla 18 ára gömul – aðeins of ung til að fara ein síns liðs erlendis í leiklistarnám ákvað hún að nota tímann til að þjálfa sig í að skrifa og sótti um starf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Ritstjórarnir þar voru nokkuð hissa á þessum unga umsækjanda en ákváðu að láta á hana reyna og var hún fastráðin mánuði síðar. Á Morgunblaðinu öðlaðist hún mikla reynslu af að vinna með texta í margvíslegu formi, allt frá fréttum yfir í lengri greinar og viðtöl. María var fastráðinn blaðamaður á Morgunblaðinu 1982-84 og lausapenni frá þeim tíma. Hún vann við dagskrárgerð á Bylgjunni eitt sumar og sendi síðan útvarpspistla frá New York í framhaldinu. Þá stýrði hún sjónvarpsþættinum femin.is á Stöð 2 veturlangt og tók þátt í að skapa þáttinn frá grunni.

Þegar kom að leikhúsinu hafði hún öðlast sterka tilfinningu fyrir dramatískri uppbyggingu, samtölum og hljóm textans sem nýttist henni vel við alla handritsvinnu bæði sem leikara og seinna sem höfundi leikgerða og verka.

 

Deila