Jónsmessunæturdraumur

„Ef satt skal segja þá eru skynsemi og ást ekki mikið í samfloti núorðið.“

Djúpt inn í töfraskógi týnast fjórir ungir elskhugar á flótta og flækjast inn í stríð konungs og drottningar álfanna ásamt leikhóp handverksmanna sem á sér einskis ills von. Tungsljósið og döggin í bland við hugvíkkandi töfrasafa álfana snúa öllu á hvolf þessa örlagaríku Jónsmessunótt.

Leikritið virkar létt og einfalt á yfirborðinu en undir niðri er það marglaga og djarft. Það er einmitt ástæða þess að við rýnum alltaf aftur og aftur í verk Shakespeares, ekki bara vegna þess að þau eru ‘klassík’, heldur vegna þess að þau vekja upp spurningar um mannlegt eðli sem við erum enn að reyna að svara 430 árum seinna. Í Jónsmessunæturdraumi takast á draum- sem og martraðakenndar hliðar ástarinnar, þrá og afbrýðisemi, kúgun og undirgefni, stjórn og hömluleysi. Á einni sumarnóttu ferðumst við frá ramma borgarinnar út í frelsi villtrar náttúrunnar, frá hatri til ástar, frá svefni til vöku.

Það var tólf manna hópur ungra og nýútskrifaðra leikara og dansara  sem tókst þar á við þennan ástsælasta gamanleik allra tíma.  Og leiddi María þetta skapandi ferli ásamt Magnúsi Thorlacius og Eyju Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem skipuðu saman leikstjórateymi.  Þar sem ekkert fjármagn var á bak við uppsetningu voru það listamennirnir sjálfir sem gerðu sýninguna að veruleika með vinnuframlagi sínu. Umgjörðin einföld og áherslan öll á textann og samleikinn. 

Móttökurnar voru gríðarlega góðar og hætti sýningin  fyrir fullu húsi þrátt fyrir að hafa fengið að sýna 11 sýningar sem er met fyrir Tjarnarbió. 

„Besta sýning sem ég hef séð á gamanleik Shakespears og sú allra fyndnasta“ – Sveinn Haraldsson 

„Kröftug og fjörug uppfærsla. Sannarlega ánægjuleg kvöldstund. Metnaður á öllum póstum, ástríða og leikgleði. Og kannski ekki síst, trú á töframátt textans og sögunnar.“  – Þorgeir Tryggvason MBL

„Metnaðurinn sem settur hefur verið í sýninguna fer ekki framhjá nokkrum leikhúsgesti“ – Katla Ársælsdóttir Víðsjá 

Höfundur: William Shakespeare.
Þýðing: Þórarinn Eldjárn.
Leikstjórarteymi:  María Ellingsen, Magnús Thorlacius og Eyja Gunnlaugsdóttir.
Búningahönnun: Íris Ólafsdóttir.
Gervahönnun: Ásta Hafþórsdóttir.
Aðstoð við gervahönnun: Dóra.
Ljósahönnun: Fjölnir Gíslason.
Sviðshreyfingar: Sóley Ólafsdóttir.
Tónlist og hljóðmynd: Ronja Jóhannesdóttir.
Lokalag: Fjölnir Gíslason, Kristinn Óli Haraldsson og leikhópur. 

Hippolíta/Títanía: Heiðdís Hlynsdóttir.
Þeseifur/Óberon: Jón Gunnar Vopnfjörð Ingólfsson.
Demetríus: Killian G. E. Briansson.
Lýsander: Vilberg Andri Pálsson.
Helena:Kristín Þorsteinsdóttir.
Smiddi: Níels Thibaud Girerd.
Belgi: Óskar Snorri Óskarsson.
Búkki: Rakel Ýr Stefánsdóttir.
Hermía: Sigríður Halla Eiríksdóttir.
Álfur: Sóley Ólafsdóttir.

Plakat og grafík: Katrín Hersisdóttir.
Ljósmyndir og video: Christopher Lund.
Framleiðandi: Silfurskeiðin, leikfélag.
Framkvæmdastjórn: Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Halla Eiríksdóttir.
Sýningastjóri : Móheiður Guðmunds.

Sérstakar þakkir:
Ólafur Kristinn.
Hólmfríður Hafliðadóttir.
Kristinn Óli Haraldsson.
Tómas J Þorsteinsson.
Tóma Rýmið.
Te og kaffi.
Eykt.
Topplagnir.
Orri Hauksson.

Deila